Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Erna Ýr Öldudóttir fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata og blaðamaður. Vísir/Stöð2 „Ég sagðist fyrirlíta hana fyrir að vinna hjá Birni Inga Hrafnssyni,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, um svívirðingar sem hann jós yfir Ernu Ýri Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum aðfaranótt laugardags. „Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi,“ segir Erna Ýr og fullyrðir að Snæbjörn hafi lýst því yfir að hann hataði hana og sagst vilja berja hana, þar sem hún stóð á spjalli við tvo menn á reykingasvæði Kaffibarsins. Þetta upphlaup hafi komið henni verulega á óvart enda þekki hún Snæbjörn ekki persónulega og hafi aldrei talað við hann fyrr. Erna segir að í ljósi umræðu í samfélaginu um háttsemi þingmanna, finnist henni þessi framkoma varaþingmannsins eiga erindi við almenning. Fréttablaðið ræddi við annan mannanna sem urðu vitni að atvikinu og er kunnugur Snæbirni. Hann staðfestir að Snæbjörn hafi lýst fyrirlitningu sinni á Ernu, verið mikið niðri fyrir en segir hann ekki hafa hótað henni ofbeldi. „Ég myndi aldrei hóta blaðamanni, en ég skulda henni samt afsökunarbeiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leiðindi við fólk í glasi,“ segir Snæbjörn.Uppfært: Snæbjörn hefur sagt af sér þingmennsku. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Píratar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
„Ég sagðist fyrirlíta hana fyrir að vinna hjá Birni Inga Hrafnssyni,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, um svívirðingar sem hann jós yfir Ernu Ýri Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum aðfaranótt laugardags. „Þetta var mjög óþægilegt og ógnandi,“ segir Erna Ýr og fullyrðir að Snæbjörn hafi lýst því yfir að hann hataði hana og sagst vilja berja hana, þar sem hún stóð á spjalli við tvo menn á reykingasvæði Kaffibarsins. Þetta upphlaup hafi komið henni verulega á óvart enda þekki hún Snæbjörn ekki persónulega og hafi aldrei talað við hann fyrr. Erna segir að í ljósi umræðu í samfélaginu um háttsemi þingmanna, finnist henni þessi framkoma varaþingmannsins eiga erindi við almenning. Fréttablaðið ræddi við annan mannanna sem urðu vitni að atvikinu og er kunnugur Snæbirni. Hann staðfestir að Snæbjörn hafi lýst fyrirlitningu sinni á Ernu, verið mikið niðri fyrir en segir hann ekki hafa hótað henni ofbeldi. „Ég myndi aldrei hóta blaðamanni, en ég skulda henni samt afsökunarbeiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leiðindi við fólk í glasi,“ segir Snæbjörn.Uppfært: Snæbjörn hefur sagt af sér þingmennsku.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Píratar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira