Styrkurinn í breyttu hagkerfi Bjarni Benediktsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Við Íslendingar höfum náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum. Myndin er skýr þegar við horfum á skuldastöðu heimilanna, sem er betri en hún var á uppgangsárunum fyrir fjármálahrunið, landsframleiðslu sem er sömuleiðis meiri en eins og hún gerðist best fyrir rúmum áratug, fjármálakerfið sem er heilbrigðara og sterkara, skuldir ríkisins sem hafa snarlækkað og stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum en við erum nú í fyrsta skipti á lýðveldistímanum með meiri eignir en skuldir í öðrum löndum. Sennilega hefur fáum dottið í hug að þetta yrði staðan áratug eftir að neyðarlögunum var komið á. Að við hefðum endurheimt allan beinan kostnað af hruninu, losað okkur við höftin og komist í þá stöðu með afnámi tolla og vörugjalda að vera eitt opnasta og frjálsasta hagkerfi heims. Við höfum notið stöðugleika í verðlagi og lægri raunvaxta húsnæðislána en áður hafa sést. Myndin af efnahagsmálum Íslands í dag sýnir einnig afgang af viðskiptajöfnuði. Í stuttu máli má segja að okkur hafi nær alla tíð gengið treglega að skapa gjaldeyristekjur fyrir því sem við höfum þurft að sækja til annarra landa. Til að tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum voru því hér áður fyrr löng haftatímabil. Gerbreytt staða birtist okkur að þessu leyti í dag. Síðastliðinn áratug eigum við jafn mörg ár með afgang af viðskiptum við útlönd og samtals frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Með þessu hefur orðið til myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði. Auk þess að byggja gjaldeyrissköpunina á öflugum sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði hefur ferðaþjónustan nú bæst við sem afar öflug stoð í hagkerfinu og góður vöxtur er í margvíslegu rannsóknar- og þróunarstarfi, hugbúnaðargerð, lyfjaiðnaði og erfðarannsóknum svo dæmi séu nefnd. Myndin sem við sjáum er því af nýjum efnahagslegum veruleika. Við búum við breytt, sterkara og fjölbreyttara hagkerfi sem við verðum að gefa svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum. Myndin er skýr þegar við horfum á skuldastöðu heimilanna, sem er betri en hún var á uppgangsárunum fyrir fjármálahrunið, landsframleiðslu sem er sömuleiðis meiri en eins og hún gerðist best fyrir rúmum áratug, fjármálakerfið sem er heilbrigðara og sterkara, skuldir ríkisins sem hafa snarlækkað og stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum en við erum nú í fyrsta skipti á lýðveldistímanum með meiri eignir en skuldir í öðrum löndum. Sennilega hefur fáum dottið í hug að þetta yrði staðan áratug eftir að neyðarlögunum var komið á. Að við hefðum endurheimt allan beinan kostnað af hruninu, losað okkur við höftin og komist í þá stöðu með afnámi tolla og vörugjalda að vera eitt opnasta og frjálsasta hagkerfi heims. Við höfum notið stöðugleika í verðlagi og lægri raunvaxta húsnæðislána en áður hafa sést. Myndin af efnahagsmálum Íslands í dag sýnir einnig afgang af viðskiptajöfnuði. Í stuttu máli má segja að okkur hafi nær alla tíð gengið treglega að skapa gjaldeyristekjur fyrir því sem við höfum þurft að sækja til annarra landa. Til að tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum voru því hér áður fyrr löng haftatímabil. Gerbreytt staða birtist okkur að þessu leyti í dag. Síðastliðinn áratug eigum við jafn mörg ár með afgang af viðskiptum við útlönd og samtals frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Með þessu hefur orðið til myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði. Auk þess að byggja gjaldeyrissköpunina á öflugum sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði hefur ferðaþjónustan nú bæst við sem afar öflug stoð í hagkerfinu og góður vöxtur er í margvíslegu rannsóknar- og þróunarstarfi, hugbúnaðargerð, lyfjaiðnaði og erfðarannsóknum svo dæmi séu nefnd. Myndin sem við sjáum er því af nýjum efnahagslegum veruleika. Við búum við breytt, sterkara og fjölbreyttara hagkerfi sem við verðum að gefa svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar