Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt.
„Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur.
Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega.
„Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því".

„Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því.
En verður þetta skúffuskýrsla?
„Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur.