Erlent

May biður um lengri tíma

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma.

Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins, BBC mun May lofa þinginu atkvæðagreiðslu um aðra möguleika sem komi til greina vegna Brexit, verði ekki tilbúinn nýr samningur við lok mánaðarins. Talsmaður stjórnarandstöðunnar hefur sagt að Verkamannaflokkinn vera tilbúinn með drög að þingsályktunartillögu sem tryggja myndi að atkvæðagreiðsla fari fram í þinginu fyrir lok febrúar, verði tillagan samþykkt. Stjórnarandstaðan hefur sakað May um að láta tímann fara til spillis svo þinginu muni bjóðast þeir afarkostir að velja á milli þess að samþykkja útgöngusamning May óbreyttan eða útgöngu án samnings.

Innan við 50 dagar eru þangað til Bretland mun að óbreyttu að ganga út úr Evrópusambandinu eða þann 29. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×