Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 22:51 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Vísir/vilhelm Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Wow air. Í henni segir að forsvarsmenn Wow air og Indigo muni halda viðræðum áfram í góðri trú um að hægt sé að ganga endanlega frá samkomulagi. Í desember á síðasta ári var tilkynnt að fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Uppfylla þyrfti þó ýmis skilyrði áður en að hægt væri að ganga frá fjárfestingunni. Forsvarsmenn Wow air hafa síðan þá unnið að því að uppfylla þau skilyrði en meðal þess var að ná samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Slíkt samkomulag náðist í janúar.Þurftu skuldabréfaeigendur meðal annars að fallast á það að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. Í því samkomulagi var hins vegar sett það skilyrði að klára þyrfti samninginn við Indigo fyrir 28. febrúar, í dag, ella falli samkomulag við skuldabréfaeigendur niður. Var því búist við að Wow air myndi senda frá sér tilkynningu í dag í ljósi þess að fresturinn rennur út á miðnætti. Í tilkynningu Wow air segir að ný skilmálabreyting verði lögð fyrir skuldabréfaeigendurna á næstu dögum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00 Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03 Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars.Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Wow air. Í henni segir að forsvarsmenn Wow air og Indigo muni halda viðræðum áfram í góðri trú um að hægt sé að ganga endanlega frá samkomulagi. Í desember á síðasta ári var tilkynnt að fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Uppfylla þyrfti þó ýmis skilyrði áður en að hægt væri að ganga frá fjárfestingunni. Forsvarsmenn Wow air hafa síðan þá unnið að því að uppfylla þau skilyrði en meðal þess var að ná samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Slíkt samkomulag náðist í janúar.Þurftu skuldabréfaeigendur meðal annars að fallast á það að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. Í því samkomulagi var hins vegar sett það skilyrði að klára þyrfti samninginn við Indigo fyrir 28. febrúar, í dag, ella falli samkomulag við skuldabréfaeigendur niður. Var því búist við að Wow air myndi senda frá sér tilkynningu í dag í ljósi þess að fresturinn rennur út á miðnætti. Í tilkynningu Wow air segir að ný skilmálabreyting verði lögð fyrir skuldabréfaeigendurna á næstu dögum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00 Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03 Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
WOW air náði sáttum við leigusala félagsins Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. 27. febrúar 2019 06:00
Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. 18. janúar 2019 18:03
Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Segir Bill Franke ekki leggja krónu í rekstur án þess að hafa eitthvað um reksturinn að segja. 4. febrúar 2019 18:21