Tilkynna „skammarlistann“ til Persónuverndar og saka forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 18:11 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47