Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Sighvatur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 14:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira