Tóku hund fjárnámi og seldu hann á eBay Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:23 Á eftir hjólastólnum var Edda það verðmætasta sem fannst á heimili fjölskyldunnar. Þetta er ekki Edda. Vísir/Getty Yfirvöld bæjarins Ahlen í Þýskalandi tóku í fyrra þá ákvörðun að taka hund fjölskyldu fjárnámi vegna skattskulda og selja hann á eBay. Þýskir fjölmiðlar segja bæjaryfirvöld í fyrstu hafa ætlað að leggja hald á hjólastól eins meðlims fjölskyldunnar en hætt hafi verið við það eftir að í ljós kom að hann var í eigu tryggingafélags og hundurinn, sem er Pug og heitir Edda, tekinn í staðinn. Einn embættismaður í bænum setti Eddu svo á sölu á eBay fyrir 750 evrur. Hann var fljótt keyptur af lögregluþjóninum Michaela Jordan. Samkvæmt BBC þótti henni verð Eddu of lágt og hafði áhyggjur af því að um einhvers konar svik væri að ræða. Því hringdi hún og ræddi við bæjarstarfsmann Ahlen sem sagði henni frá því að Edda hefði verið tekin fjárnámi. Henni var einnig sagt að Edda væri heilbrigð og því ákvað hún að ganga frá kaupunum. Nú segir Jordan þó að Edda sé alls ekki við hestaheilsu og hafi þurft að fara í fjölda aðgerða vegna kvilla í augum. Hún hefur nú höfðað mál gegn Ahlen og fer fram á 1.800 evrur í skaðabætur. Héraðsmiðlar komust á snoðir um málið og eltu uppi fyrrverandi eiganda Eddu. Eigandinn fyrrverandi viðurkennir að fjárnámið hafi verið löglegt en segir alls ekki í lagi hvernig þeta hafi farið allt saman. Embættismenn hafi komið til heimilis hennar í nóvember og leitað að verðmætum. Eftir að í ljós kom að fjölskyldan átti ekki hjólastólinn kom í ljós að Edda væri í raun verðmætasta eign fjölskyldunnar. Hún segist vita til þess að Edda sé í góðum höndum en þrjú börn hannar sakni þó hundsins. Dýr Þýskaland Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Yfirvöld bæjarins Ahlen í Þýskalandi tóku í fyrra þá ákvörðun að taka hund fjölskyldu fjárnámi vegna skattskulda og selja hann á eBay. Þýskir fjölmiðlar segja bæjaryfirvöld í fyrstu hafa ætlað að leggja hald á hjólastól eins meðlims fjölskyldunnar en hætt hafi verið við það eftir að í ljós kom að hann var í eigu tryggingafélags og hundurinn, sem er Pug og heitir Edda, tekinn í staðinn. Einn embættismaður í bænum setti Eddu svo á sölu á eBay fyrir 750 evrur. Hann var fljótt keyptur af lögregluþjóninum Michaela Jordan. Samkvæmt BBC þótti henni verð Eddu of lágt og hafði áhyggjur af því að um einhvers konar svik væri að ræða. Því hringdi hún og ræddi við bæjarstarfsmann Ahlen sem sagði henni frá því að Edda hefði verið tekin fjárnámi. Henni var einnig sagt að Edda væri heilbrigð og því ákvað hún að ganga frá kaupunum. Nú segir Jordan þó að Edda sé alls ekki við hestaheilsu og hafi þurft að fara í fjölda aðgerða vegna kvilla í augum. Hún hefur nú höfðað mál gegn Ahlen og fer fram á 1.800 evrur í skaðabætur. Héraðsmiðlar komust á snoðir um málið og eltu uppi fyrrverandi eiganda Eddu. Eigandinn fyrrverandi viðurkennir að fjárnámið hafi verið löglegt en segir alls ekki í lagi hvernig þeta hafi farið allt saman. Embættismenn hafi komið til heimilis hennar í nóvember og leitað að verðmætum. Eftir að í ljós kom að fjölskyldan átti ekki hjólastólinn kom í ljós að Edda væri í raun verðmætasta eign fjölskyldunnar. Hún segist vita til þess að Edda sé í góðum höndum en þrjú börn hannar sakni þó hundsins.
Dýr Þýskaland Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira