Ferrari hraðir þrátt fyrir óhapp Bragi Þórðarson skrifar 28. febrúar 2019 16:00 Ferrari bíllinn er hraður í ár vísir/getty Prófanir fyrir komandi Formúlu 1 tímabil eru vel á veg komnar. Liðin fá alls átta daga á brautinni í Katalóníu til að prófa nýju bíla sína áður en þau halda til Ástralíu fyrir fyrstu keppni ársins. Ferrari ökuþórinn Sebastian Vettel hefur hrósað nýja SF90 bílnum hástert eftir vel heppnaðar prófanir í síðustu viku. Ferrari liðið hefur haldið uppteknum hætti núna í seinni viku prófana. Vettel og liðsfélagi hans, Charles Leclerc hafa báðir náð hröðustu tímum. Vettel lenti þó í óhappi á brautinni í gær er bilun kom upp í SF90 bílnum. Þá skaust bíllinn útaf brautinni í þriðju beygju og lenti harkalega á dekkjarvegg. Vettel slapp ómeiddur en þurfti þó að fara í læknisskoðun, slíkir voru kraftarnir í árekstrinum. Fimmföldu heimsmeistararnir í Mercedes komu með mikið uppfærðan bíl á brautina á þriðjudaginn. Bæði Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hafa náð að klára mjög marga hringi í W10 bílnum en hafa þó hvorugir náð hraðasta tíma í vikunni. Útlitið er gott bæði fyrir McLaren og Toro Rosso en bæði lið hafa reglulega náð góðum tímum í sólinni á Spáni. Síðasti dagur prófanna verður á morgun en nú eru aðeins 18 dagar í fyrsta kappakstur ársins Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Prófanir fyrir komandi Formúlu 1 tímabil eru vel á veg komnar. Liðin fá alls átta daga á brautinni í Katalóníu til að prófa nýju bíla sína áður en þau halda til Ástralíu fyrir fyrstu keppni ársins. Ferrari ökuþórinn Sebastian Vettel hefur hrósað nýja SF90 bílnum hástert eftir vel heppnaðar prófanir í síðustu viku. Ferrari liðið hefur haldið uppteknum hætti núna í seinni viku prófana. Vettel og liðsfélagi hans, Charles Leclerc hafa báðir náð hröðustu tímum. Vettel lenti þó í óhappi á brautinni í gær er bilun kom upp í SF90 bílnum. Þá skaust bíllinn útaf brautinni í þriðju beygju og lenti harkalega á dekkjarvegg. Vettel slapp ómeiddur en þurfti þó að fara í læknisskoðun, slíkir voru kraftarnir í árekstrinum. Fimmföldu heimsmeistararnir í Mercedes komu með mikið uppfærðan bíl á brautina á þriðjudaginn. Bæði Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hafa náð að klára mjög marga hringi í W10 bílnum en hafa þó hvorugir náð hraðasta tíma í vikunni. Útlitið er gott bæði fyrir McLaren og Toro Rosso en bæði lið hafa reglulega náð góðum tímum í sólinni á Spáni. Síðasti dagur prófanna verður á morgun en nú eru aðeins 18 dagar í fyrsta kappakstur ársins
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira