Corbyn lýsir stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 11:09 Corbyn hefur fram að þessu staðið fast á því að Bretland verði að yfirgefa ESB í lok mars þrátt fyrir óróa innan eigin flokks. Vísir/EPA Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49