Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Ari Brynjólfsson skrifar 28. febrúar 2019 07:30 Frumvarp um innflutning á hráu kjöti er allt hið óþægilegasta fyrir flokksforystu Framsóknar. Fréttablaðið/Ernir Mikil óánægja er í grasrót Framsóknar með væntanlegt frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á hráu kjöti og eggjum til landsins. Viðmælendur blaðsins í grasrót Framsóknar telja óhugsandi að frumvarpsdrögin verði samþykkt í núverandi mynd og hafa flokksmenn litla trú á aðgerðaáætlun stjórnvalda sem ætlað er að tryggja vernd búfjárstofna. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur sagt að í ljósi dóma Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins séu ekki aðrir kostir í stöðunni. Drög frumvarpsins eru nú í samráðsgátt stjórnvalda og stendur ráðherra fyrir opnum fundum um málið víða um land fram í næstu viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, hefur gefið það út að of snemmt sé að segja til um afstöðu flokksins til frumvarpsins. Hann segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að andstaða Framsóknar við óheftan innflutning á hráu kjöti hafi lengi verið ljós. Afstaða flokksins byggi á vísindum og skynsemi. „Fundur sá sem Framsókn hélt í síðustu viku eftir langan undirbúning sýnir glöggt hver stefna okkar er. Við viljum opna augu fólks fyrir þeirri einstöku aðstöðu sem Ísland býr við og standa vörð um heilnæma matvælaframleiðslu á landinu.“Sjá einnig: Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum Heimildir blaðsins herma að málið gæti reynst Sigurði Inga erfitt í ljósi þess að í tíð sinni sem landbúnaðarráðherra skrifaði hann undir samning við ESB um lækkun tolla á búvörur og aukna innflutningskvóta. Sagði hann á sínum tíma að aukinn útflutningur þýddi kröfu um aukinn innflutning. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í fyrra um að segja upp samningnum. Þeir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að frumvarpsdrögin gengju of langt, ótækt væri að leyfa innflutning á hráu kjöti og að flokksforystan hlyti að koma í veg fyrir það. „Við erum nokkuð samstíga í því að það þarf að gera betur en þetta framvarp,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður flokksins. „Ég vitna í samþykkt frá síðasta flokksþingi þar sem Framsóknarflokkurinn leggst gegn innflutningi á þessum vörum.“ Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, segir að hún skynji hræðslu. „Þetta frumvarp hræðir fólk einfaldlega. Fólk vill ekki trúa því að þetta sé að gerast. Það hefur bara sýnt sig að oft þegar það kemur einhver nýr sjúkdómur þá fer hann með hraði yfir landið.“ Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, segir hreinleika landbúnaðarins skipta meira máli en að opna landið fyrir erlendum mörkuðum. Vildi hún svo koma eftirfarandi skilaboðum til Kristjáns Þórs: „Ég segi sem Svarfdælingur, ég vil að okkar svarfdælski ráðherra standi í báðar sínar svarfdælsku lappir í þessu máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mikil óánægja er í grasrót Framsóknar með væntanlegt frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á hráu kjöti og eggjum til landsins. Viðmælendur blaðsins í grasrót Framsóknar telja óhugsandi að frumvarpsdrögin verði samþykkt í núverandi mynd og hafa flokksmenn litla trú á aðgerðaáætlun stjórnvalda sem ætlað er að tryggja vernd búfjárstofna. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur sagt að í ljósi dóma Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins séu ekki aðrir kostir í stöðunni. Drög frumvarpsins eru nú í samráðsgátt stjórnvalda og stendur ráðherra fyrir opnum fundum um málið víða um land fram í næstu viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, hefur gefið það út að of snemmt sé að segja til um afstöðu flokksins til frumvarpsins. Hann segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að andstaða Framsóknar við óheftan innflutning á hráu kjöti hafi lengi verið ljós. Afstaða flokksins byggi á vísindum og skynsemi. „Fundur sá sem Framsókn hélt í síðustu viku eftir langan undirbúning sýnir glöggt hver stefna okkar er. Við viljum opna augu fólks fyrir þeirri einstöku aðstöðu sem Ísland býr við og standa vörð um heilnæma matvælaframleiðslu á landinu.“Sjá einnig: Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum Heimildir blaðsins herma að málið gæti reynst Sigurði Inga erfitt í ljósi þess að í tíð sinni sem landbúnaðarráðherra skrifaði hann undir samning við ESB um lækkun tolla á búvörur og aukna innflutningskvóta. Sagði hann á sínum tíma að aukinn útflutningur þýddi kröfu um aukinn innflutning. Þingmenn Miðflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í fyrra um að segja upp samningnum. Þeir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að frumvarpsdrögin gengju of langt, ótækt væri að leyfa innflutning á hráu kjöti og að flokksforystan hlyti að koma í veg fyrir það. „Við erum nokkuð samstíga í því að það þarf að gera betur en þetta framvarp,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður flokksins. „Ég vitna í samþykkt frá síðasta flokksþingi þar sem Framsóknarflokkurinn leggst gegn innflutningi á þessum vörum.“ Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, segir að hún skynji hræðslu. „Þetta frumvarp hræðir fólk einfaldlega. Fólk vill ekki trúa því að þetta sé að gerast. Það hefur bara sýnt sig að oft þegar það kemur einhver nýr sjúkdómur þá fer hann með hraði yfir landið.“ Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, segir hreinleika landbúnaðarins skipta meira máli en að opna landið fyrir erlendum mörkuðum. Vildi hún svo koma eftirfarandi skilaboðum til Kristjáns Þórs: „Ég segi sem Svarfdælingur, ég vil að okkar svarfdælski ráðherra standi í báðar sínar svarfdælsku lappir í þessu máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00