Stelpurnar náðu jafntefli á móti fimmta besta liði heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 15:14 Ingibjörg Sigurðardóttir var einn besti leikmaður Íslands í leiknum. Hér er hún í baráttu við Ashley Lawrence. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við Kanada í fyrsta leik sínum í Algarve bikarnum í dag. Þetta var annar leikur íslensku stelpnanna undir stjórn landsliðsþjálfarans Jóns Þórs Haukssonar en liðið vann Skota á dögunum í fyrsta leiknum hans. Kanada er á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar og er með fimmta besta landslið í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA.Leikurinn endar með markalausu jafntefli.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/TYP9e5DYW3 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 27, 2019Kanadíska liðið var mun sterkara í leiknum og skapaði sér nokkur góð færi í báðum hálfleiknum en íslenska vörnin var oftast mjög vel vakandi og slapp líka nokkrum sinnum með skrekkinn ekki síst þegar Hallbera Guðný Gísladóttir bjargaði á marklínu með einhverjum undraverðum hætti í fyrri hálfleiknum. Sandra Sigurðardóttir fékk tækifæri í íslenska markinu í þessum leik og átti mjög flottan leik en hún varði nokkrum sinnum vel úr dauðafærum og greip líka oft mjög vel inn í þegar þær kanadísku reyndu fyrirgjafir. Kanadíska liðið átti sextán skot á móti aðeins fjórum frá íslenska liðinu en það var 5-2 í skotum á markið samkvæmt tölfræði kanadíska knattspyrnusambandsins. Lið Kanada var líka 61 prósent með boltann á móti 39 prósent hjá íslenska liðinu. Sif Atladóttir fór meidd af velli eftir rúmlega klukkutíma leik en vonandi eru meiðsli hennar ekki alvarleg. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við Kanada í fyrsta leik sínum í Algarve bikarnum í dag. Þetta var annar leikur íslensku stelpnanna undir stjórn landsliðsþjálfarans Jóns Þórs Haukssonar en liðið vann Skota á dögunum í fyrsta leiknum hans. Kanada er á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar og er með fimmta besta landslið í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA.Leikurinn endar með markalausu jafntefli.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/TYP9e5DYW3 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 27, 2019Kanadíska liðið var mun sterkara í leiknum og skapaði sér nokkur góð færi í báðum hálfleiknum en íslenska vörnin var oftast mjög vel vakandi og slapp líka nokkrum sinnum með skrekkinn ekki síst þegar Hallbera Guðný Gísladóttir bjargaði á marklínu með einhverjum undraverðum hætti í fyrri hálfleiknum. Sandra Sigurðardóttir fékk tækifæri í íslenska markinu í þessum leik og átti mjög flottan leik en hún varði nokkrum sinnum vel úr dauðafærum og greip líka oft mjög vel inn í þegar þær kanadísku reyndu fyrirgjafir. Kanadíska liðið átti sextán skot á móti aðeins fjórum frá íslenska liðinu en það var 5-2 í skotum á markið samkvæmt tölfræði kanadíska knattspyrnusambandsins. Lið Kanada var líka 61 prósent með boltann á móti 39 prósent hjá íslenska liðinu. Sif Atladóttir fór meidd af velli eftir rúmlega klukkutíma leik en vonandi eru meiðsli hennar ekki alvarleg.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira