Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2019 12:26 May hefur farið margoft til fundar við evrópska ráðamenn eins og Juncker. Yfirlýst markmið þeirra funda hefur verið að semja um breytingar á útgöngusamningi sem þingið hafnaði í janúar. Vísir/EPA Ekkert nýtt virðist hafa verið rætt á ítrekuðum fundum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með evrópskum ráðamönnum eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í janúar. May hefur verið sökuð um að tefja tímann til að neyða uppreisnarmenn í eigin flokki til að greiða atkvæði með útgöngusamningnum þegar til kastanna kemur. Bretar ætla sér að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Afgerandi meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi sem May gerði við sambandið í janúar. Síðan þá hefur hún ítrekað farið til Brussel til að ræða við fulltrúa þess um mögulegar breytingar á samningnum sem gætu komið honum í gegnum þingið.New York Times segir hins vegar að ekkert nýtt hafi komið fram á þessum fundum. Í trúnaðarskjali um fund May með evrópskum embættismönnum 7. febrúar sem blaðið fékk frá evrópskum embættismanni segir bókstaflega að „ekkert“ hafi komið fram þar. Samkvæmt minnisblaðinu þar sem efni fundanna er dregið saman bað May enn og aftur um tímamörk á svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi þegar hún ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í baktryggingunni felst að Norður-Írland verði áfram í tollabandalagi ESB eftir útgönguna á meðan samið verður um varanlega lausn til að hægt sé að komast hjá því að setja upp hefðbundin landamæri að Írlandi sem verður áfram í ESB. Fulltrúa ESB hafa margoft sagt að ekki komi til greina að setja tímamörk á baktrygginguna. Baktryggingin er sá hluti útgöngusamningsins sem harðlínumenn í Íhaldsflokki May eru ósáttastir við. May er í minnisblaðinu sögð hafa lagt til hægt væri að fara aðra leið en New York Times segir ekki hægt að ráða af því að hún hafi lagt neitt fram um hver sú lausn ætti að vera. „May útskýrði ekki hvað hún meinti með öðrum valkosti við baktrygginguna. Alls ekki,“ segir í skjalinu.Bara til að vinna tíma Niðurstaða evrópskra embættismanna í minnisblaðinu er sú að umræður um næstu skref þurfi að eiga sér stað á Bretlandi, ekki í Brussel. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lagði til við May á fundi sama dag að May byggði fyrst upp stuðning við tiltekna lausn heima fyrir áður en hún bæri hana fyrir evrópska ráðamenn. „May brást varla við,“ sagði í minnisblaðinu um fund þeirra. Gagnrýnendur May á Bretlandi hafa lengi sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu. Markmið hennar sé í raun að tefja tímann fram að útgöngunni. Ætlun hennar sé þá að stilla stuðningsmönnum útgöngunnar upp við vegg. Annað hvort greiði þeir atkvæði með útgöngusamningi hennar eða láti Bretland ganga úr ESB án samnings. Varað hefur verið við því að slíkt gæti haft efnahagslegar hamfarir í för með sér fyrir Breta. Þetta virðist einnig hafa verið ályktun evrópskra embættismanna. Í minnisblaðinu um fundi hennar í Brussel sagði: „Heimsóknin var bara til að vinna tíma vegna þess að innihaldslega var þetta ekki neitt“. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Ekkert nýtt virðist hafa verið rætt á ítrekuðum fundum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með evrópskum ráðamönnum eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í janúar. May hefur verið sökuð um að tefja tímann til að neyða uppreisnarmenn í eigin flokki til að greiða atkvæði með útgöngusamningnum þegar til kastanna kemur. Bretar ætla sér að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Afgerandi meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi sem May gerði við sambandið í janúar. Síðan þá hefur hún ítrekað farið til Brussel til að ræða við fulltrúa þess um mögulegar breytingar á samningnum sem gætu komið honum í gegnum þingið.New York Times segir hins vegar að ekkert nýtt hafi komið fram á þessum fundum. Í trúnaðarskjali um fund May með evrópskum embættismönnum 7. febrúar sem blaðið fékk frá evrópskum embættismanni segir bókstaflega að „ekkert“ hafi komið fram þar. Samkvæmt minnisblaðinu þar sem efni fundanna er dregið saman bað May enn og aftur um tímamörk á svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi þegar hún ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í baktryggingunni felst að Norður-Írland verði áfram í tollabandalagi ESB eftir útgönguna á meðan samið verður um varanlega lausn til að hægt sé að komast hjá því að setja upp hefðbundin landamæri að Írlandi sem verður áfram í ESB. Fulltrúa ESB hafa margoft sagt að ekki komi til greina að setja tímamörk á baktrygginguna. Baktryggingin er sá hluti útgöngusamningsins sem harðlínumenn í Íhaldsflokki May eru ósáttastir við. May er í minnisblaðinu sögð hafa lagt til hægt væri að fara aðra leið en New York Times segir ekki hægt að ráða af því að hún hafi lagt neitt fram um hver sú lausn ætti að vera. „May útskýrði ekki hvað hún meinti með öðrum valkosti við baktrygginguna. Alls ekki,“ segir í skjalinu.Bara til að vinna tíma Niðurstaða evrópskra embættismanna í minnisblaðinu er sú að umræður um næstu skref þurfi að eiga sér stað á Bretlandi, ekki í Brussel. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lagði til við May á fundi sama dag að May byggði fyrst upp stuðning við tiltekna lausn heima fyrir áður en hún bæri hana fyrir evrópska ráðamenn. „May brást varla við,“ sagði í minnisblaðinu um fund þeirra. Gagnrýnendur May á Bretlandi hafa lengi sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu. Markmið hennar sé í raun að tefja tímann fram að útgöngunni. Ætlun hennar sé þá að stilla stuðningsmönnum útgöngunnar upp við vegg. Annað hvort greiði þeir atkvæði með útgöngusamningi hennar eða láti Bretland ganga úr ESB án samnings. Varað hefur verið við því að slíkt gæti haft efnahagslegar hamfarir í för með sér fyrir Breta. Þetta virðist einnig hafa verið ályktun evrópskra embættismanna. Í minnisblaðinu um fundi hennar í Brussel sagði: „Heimsóknin var bara til að vinna tíma vegna þess að innihaldslega var þetta ekki neitt“.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09