Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:32 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB en eitt aðalbaráttumál félagsins er stytting vinnuvikunnar. vísir/vilhelm Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks sem líður stundum eins og hamstri á hjóli þegar það reynir að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Greint er frá þessu í nýju fréttabréfi BSRB en ein af aðaláherslum stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum er stytting vinnuvikunnar.Í fréttabréfi BSRB kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi á Rannsóknarmiðstöð við sama skóla. „Í henni var rætt við alls 38 einstaklinga sem voru ýmist giftir eða í sambúð, í að minnsta kosti 60 prósent starfshlutfalli og með barn eða börn undir 17 ára aldri. Rætt var við fólkið í kynskiptum hópum með 6 til 8 í hverjum hópi. Þátttakendur í rannsókn Andreu og Mörtu færðu streituna sem þeir upplifa í sínu daglega lífi ekki alltaf í orð, en margir töluðu um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangsröðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt,“ segir í frétt BSRB en talsverður munur var á því hvernig karlar og konur skilgreina álag í sínu daglega lífi.Álag kvenna tengt heimilinu en streita karlmanna tengd vinnunni Þannig áttu konur það frekar til að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi á meðan karlar tengdu streitu eingöngu við vinnuna, en í rannsókninni voru þeir þættir sem auka álagið hjá þessu fjölskyldufólki dregnir saman í þrjá flokka; vinnuna, heimilisstörfin og barnauppeldið. „Þátttakendur í rannsókninni nefndu ýmsar leiðir til að minnka álag í daglegu lífi, en það sem oftast var nefnt var að annar aðilinn minnkaði við sig launaða vinnu til að geta betur sinnt börnum og heimilinu. Í öllum tilvikum var þar um konur að ræða. Það rímar við aðrar rannsóknir sem sýna að konur taka enn á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlar. „Ákall þátttakenda okkar eftir styttri vinnuviku kom skýrt fram í öllum umræðuhópunum og þar var enginn munur á körlum og konum,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Margir viðmælenda töldu að stytt vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólk.“ Niðurstöður rannsakendanna eru skýrar: „Miðað við niðurstöður okkar má ætla að stytting vinnuviku, án launaskerðingar, myndi koma sér vel fyrir barnafólk. Þar sem íslenskir karlar vinna mikla yfirvinnu má ætla að stytting vinnuvikunnar kæmi sér einkar vel fyrir þá og samspil fjölskyldu og atvinnulífs, ekki síst vegna þess að þeim er frekar ætlað fyrirvinnuhlutverk en konum. Eftir að feðraorlof í allt að þrjá mánuði var fest í lög reyndist það körlum auðveldara að fá viðurkenningu á orlofstöku og ætla má að slík viðhorfsbreyting gæti átt sér stað með styttingu vinnuvikunnar,““ segir á vef BSRB en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér. Börn og uppeldi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30 Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks sem líður stundum eins og hamstri á hjóli þegar það reynir að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Greint er frá þessu í nýju fréttabréfi BSRB en ein af aðaláherslum stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum er stytting vinnuvikunnar.Í fréttabréfi BSRB kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi á Rannsóknarmiðstöð við sama skóla. „Í henni var rætt við alls 38 einstaklinga sem voru ýmist giftir eða í sambúð, í að minnsta kosti 60 prósent starfshlutfalli og með barn eða börn undir 17 ára aldri. Rætt var við fólkið í kynskiptum hópum með 6 til 8 í hverjum hópi. Þátttakendur í rannsókn Andreu og Mörtu færðu streituna sem þeir upplifa í sínu daglega lífi ekki alltaf í orð, en margir töluðu um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangsröðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt,“ segir í frétt BSRB en talsverður munur var á því hvernig karlar og konur skilgreina álag í sínu daglega lífi.Álag kvenna tengt heimilinu en streita karlmanna tengd vinnunni Þannig áttu konur það frekar til að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi á meðan karlar tengdu streitu eingöngu við vinnuna, en í rannsókninni voru þeir þættir sem auka álagið hjá þessu fjölskyldufólki dregnir saman í þrjá flokka; vinnuna, heimilisstörfin og barnauppeldið. „Þátttakendur í rannsókninni nefndu ýmsar leiðir til að minnka álag í daglegu lífi, en það sem oftast var nefnt var að annar aðilinn minnkaði við sig launaða vinnu til að geta betur sinnt börnum og heimilinu. Í öllum tilvikum var þar um konur að ræða. Það rímar við aðrar rannsóknir sem sýna að konur taka enn á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlar. „Ákall þátttakenda okkar eftir styttri vinnuviku kom skýrt fram í öllum umræðuhópunum og þar var enginn munur á körlum og konum,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Margir viðmælenda töldu að stytt vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólk.“ Niðurstöður rannsakendanna eru skýrar: „Miðað við niðurstöður okkar má ætla að stytting vinnuviku, án launaskerðingar, myndi koma sér vel fyrir barnafólk. Þar sem íslenskir karlar vinna mikla yfirvinnu má ætla að stytting vinnuvikunnar kæmi sér einkar vel fyrir þá og samspil fjölskyldu og atvinnulífs, ekki síst vegna þess að þeim er frekar ætlað fyrirvinnuhlutverk en konum. Eftir að feðraorlof í allt að þrjá mánuði var fest í lög reyndist það körlum auðveldara að fá viðurkenningu á orlofstöku og ætla má að slík viðhorfsbreyting gæti átt sér stað með styttingu vinnuvikunnar,““ segir á vef BSRB en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér.
Börn og uppeldi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30 Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent