Spekileki Logi Einarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Í skugga aðgerðarleysis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki lánasjóðsins með alvarlegum afleiðingum. Háskólanemar búa margir við mun krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Birtingarmynd þessa er ekki síður alvarleg fyrir íslenskt samfélag og mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. Ekki síst þegar við siglum inn í miklar samfélags- og tæknibreytingar. Við þurfum á vel menntuðu ungu fólki að halda til að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði áfram samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Í dag getur ungt fólk valið hvar á hnettinum það starfar og því þarf að skapa því aðstæður sem gerir það eftirsóknarvert búa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að tryggja að ungt fólk sem sækir sér menntun erlendis snúi aftur heim. Það er því áhyggjuefni, að í fyrsta skipti horfumst við nú í augu við að fleiri íslenskir háskólanemar, sem kjósa að læra á Norðurlöndunum, velja frekar að taka lán hjá erlendum sjóðum en LÍN. Þetta er grafalvarleg þróun. Meirihluti íslenskra nemenda erlendis sér nefnilega ekki fram á að geta framfleytt sér á harkalegu framfærsluviðmiði íslenska sjóðsins og þeir eiga ekki að þurfa að vinna með námi. Erlendir námslánasjóðir setja síðan sumir þau skilyrði gegn láni að nemandi starfi í námslandinu einhver ár eftir útskrift. Við erum þannig að búa til spekileka með meingölluðu lánasjóðskerfi. Það skaðar samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs, því bráðnauðsynleg þekking skilar sér ekki heim, auk þess sem það gerir það síður eftirsóknarvert, jafnvel illviðráðanlegt fyrir marga, að stunda háskólanám yfirhöfuð. Sýnum stúdentum samstöðu, tryggjum hærri framfærslu, sanngjarnara frítekjumark og bætum fyrirkomulag lána strax. Tökum síðan markviss skref í átt að norrænu styrkjakerfi sem tryggir lífsgæði háskólanema og ýtir undir jafnrétti til náms. Þó auðvitað sé alltaf erfitt að spá fyrir um síhvikula framtíð er öruggt að það er fjárfesting sem mun margborga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Í skugga aðgerðarleysis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki lánasjóðsins með alvarlegum afleiðingum. Háskólanemar búa margir við mun krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Birtingarmynd þessa er ekki síður alvarleg fyrir íslenskt samfélag og mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. Ekki síst þegar við siglum inn í miklar samfélags- og tæknibreytingar. Við þurfum á vel menntuðu ungu fólki að halda til að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði áfram samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Í dag getur ungt fólk valið hvar á hnettinum það starfar og því þarf að skapa því aðstæður sem gerir það eftirsóknarvert búa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að tryggja að ungt fólk sem sækir sér menntun erlendis snúi aftur heim. Það er því áhyggjuefni, að í fyrsta skipti horfumst við nú í augu við að fleiri íslenskir háskólanemar, sem kjósa að læra á Norðurlöndunum, velja frekar að taka lán hjá erlendum sjóðum en LÍN. Þetta er grafalvarleg þróun. Meirihluti íslenskra nemenda erlendis sér nefnilega ekki fram á að geta framfleytt sér á harkalegu framfærsluviðmiði íslenska sjóðsins og þeir eiga ekki að þurfa að vinna með námi. Erlendir námslánasjóðir setja síðan sumir þau skilyrði gegn láni að nemandi starfi í námslandinu einhver ár eftir útskrift. Við erum þannig að búa til spekileka með meingölluðu lánasjóðskerfi. Það skaðar samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs, því bráðnauðsynleg þekking skilar sér ekki heim, auk þess sem það gerir það síður eftirsóknarvert, jafnvel illviðráðanlegt fyrir marga, að stunda háskólanám yfirhöfuð. Sýnum stúdentum samstöðu, tryggjum hærri framfærslu, sanngjarnara frítekjumark og bætum fyrirkomulag lána strax. Tökum síðan markviss skref í átt að norrænu styrkjakerfi sem tryggir lífsgæði háskólanema og ýtir undir jafnrétti til náms. Þó auðvitað sé alltaf erfitt að spá fyrir um síhvikula framtíð er öruggt að það er fjárfesting sem mun margborga sig.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun