Twitter-forsetinn Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Twitter Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun