Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 14:00 Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump. AP/Susan Walsh Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira