Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 11:10 Kim stígur úr brynvörðum lestarvagni sínum við komuna til Hanoi í morgun. Vísir/EPA Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú í hámæli. Kim mætti til Víetnam með lest í morgun og Trump er væntanlegur síðar í dag. Fyrsti fundur þeirra verður á morgun. Kim steig út úr lest sinni í Hanoi klukkan 8:22 að staðartíma í morgun. Hann hafði þá ferðast um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang í alls 65 klukkustundir, að sögn Washington Post. Víetnamskir embættismenn tóku á móti leiðtoganum unga sem fékk heiðursvörð á lestarstöðinni. Þar steig Kim upp í Mercedes-eðalvagn sem tólf lífverðir fylgdu á hlaupum. Búist er við Trump með flugi til Víetnam um klukkan 21:00 að staðartíma, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Trump og Kim munu funda undir fjögur augu annað kvöld. Að því loknu verður kvöldverður þar sem tveir gestir og túlkar fylgja hvorum þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Washington Post segir að með Trump í för verði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Annar fundur er fyrirhugaður á fimmtudag. Átta mánuðir eru liðnir frá því að leiðtogarnir hittust í Singapúr en það var fyrsti fundur sitjandi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Aðalumræðuefni þeirra verður afkjarnavopnun og refsiaðgerðir. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú í hámæli. Kim mætti til Víetnam með lest í morgun og Trump er væntanlegur síðar í dag. Fyrsti fundur þeirra verður á morgun. Kim steig út úr lest sinni í Hanoi klukkan 8:22 að staðartíma í morgun. Hann hafði þá ferðast um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang í alls 65 klukkustundir, að sögn Washington Post. Víetnamskir embættismenn tóku á móti leiðtoganum unga sem fékk heiðursvörð á lestarstöðinni. Þar steig Kim upp í Mercedes-eðalvagn sem tólf lífverðir fylgdu á hlaupum. Búist er við Trump með flugi til Víetnam um klukkan 21:00 að staðartíma, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Trump og Kim munu funda undir fjögur augu annað kvöld. Að því loknu verður kvöldverður þar sem tveir gestir og túlkar fylgja hvorum þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Washington Post segir að með Trump í för verði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Annar fundur er fyrirhugaður á fimmtudag. Átta mánuðir eru liðnir frá því að leiðtogarnir hittust í Singapúr en það var fyrsti fundur sitjandi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Aðalumræðuefni þeirra verður afkjarnavopnun og refsiaðgerðir.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30