Kristín fékk alvarlegt fæðingarþunglyndi: „Þrengdi að hálsinum á yngri stelpunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2019 11:30 Kristín segir sögu sína í Íslandi í dag. Kristín Rut Eysteinsdóttir er 24 ára tveggja barna móðir sem býr á Selfossi. Kristín er ein fjölmargra kvenna sem varð þunglynd eftir fæðingu en aðeins eftir að seinni dóttirin kom í heiminn þann 10. júní 2017. „Daginn eftir finn ég ekki neitt, engar tilfinningar og það er bara eitthvað að,“ segir Kristín og vissi þarna ekki hvað væri að. Hún fann ekki þessa sæluvímu sem fylgdi þegar eldri dóttirin kom í heiminn. „Þá leið mér vel og blómstraði ég sem mamma. Boltinn rúllaði vel og ég var mjög félagslynd og sótti að fara í ungbarnasund og íþróttaskóla með eldri stelpuna. En með yngri stelpuna gerði ég ekkert af þessu.“ Eftir á segir Kristín að hún hafi verið í miklu sjokki og hissa á að gleðitilfinningin hafi ekki verið til staðar. Ekki hafi heldur hjálpað til að rétt fyrir fæðingu yngri dótturinnar hafi hún og barnsfaðirinn skilið.Hræðilegur tími „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessar hugsanir og vildi ekkert með hana hafa og vildi hana bara alls ekki yfir höfuð. Mig langaði helst að drepa sjálfan mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan og þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar. Þetta var hræðilegur tími.“ Ástandið átti síður en svo eftir að batna. Stuttu seinna var dóttirin skírð og fjórum dögum eftir skírnina sprakk allt. „Þá sendi ég ljósmóður minni sms og sagði henni hvernig mér leið og ég var mjög hrædd um hvernig viðbrögð ég myndi fá frá henni, en ég fékk mjög góð viðbrögð og hún sendi mig upp á spítala upp á Selfoss til að taka við aðra ljósmóðir. Þar áttum við gott samtal og ég var lögð inn á sængulegardeild í fjóra til fimm daga og svo rúllaði boltinn og þá fór ég inn á geðdeild með stelpuna með mér og við vorum þar í tvo mánuði sem var hræðilegur tími.“Kristín með stelpurnar sínar tvær.Þar var Kristín greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi. Ástand Kristínar átti enn eftir að versna. „Ég borðaði ekki neitt í margar vikur og var að reyna halda mjólkinni til að geta gefið henni sína næringu. Það gekk ekki upp og ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notalegt stund og bara og ég var bara viltu bara þegja krakki. Ég var bara brjáluð út í hana út af því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Þunglyndið var það mikið að ég gat ekki hugsað mér að sinna barninu mínu.“ Eftir tvo mánuði var Kristín útskrifuð, komin á lyf og aðeins farin að tengjast barninu. „Við förum bara heim og það gengur ekki vel,“ segir Kristín sem reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf á þessum tíma. Hún var þá lögð inn á geðdeild í enn eitt skiptið. „Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur til að lifa fyrir og þyrftu á mömmu sinni að halda.“ Seinna meir fóru stelpurnar í fóstur. „Þegar ég var inni á geðdeild fer ég í hálfgert geðrof og þrengdi að hálsinum að yngri stelpunni. Ég man varla eftir þessu en ég gerði það,“ segir Kristín en þá fór Barnavernd í málið og börnin voru bæði tekin af Kristínu. Stelpurnar voru báðar settar í fóstur hjá móður Kristínar. Kristín segir átakanlega sögu sína í Íslandi í dag og vill opnari umræðu um fæðingarþunglyndi sem hrjáir fleiri konur en fólk heldur. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Kristín Rut Eysteinsdóttir er 24 ára tveggja barna móðir sem býr á Selfossi. Kristín er ein fjölmargra kvenna sem varð þunglynd eftir fæðingu en aðeins eftir að seinni dóttirin kom í heiminn þann 10. júní 2017. „Daginn eftir finn ég ekki neitt, engar tilfinningar og það er bara eitthvað að,“ segir Kristín og vissi þarna ekki hvað væri að. Hún fann ekki þessa sæluvímu sem fylgdi þegar eldri dóttirin kom í heiminn. „Þá leið mér vel og blómstraði ég sem mamma. Boltinn rúllaði vel og ég var mjög félagslynd og sótti að fara í ungbarnasund og íþróttaskóla með eldri stelpuna. En með yngri stelpuna gerði ég ekkert af þessu.“ Eftir á segir Kristín að hún hafi verið í miklu sjokki og hissa á að gleðitilfinningin hafi ekki verið til staðar. Ekki hafi heldur hjálpað til að rétt fyrir fæðingu yngri dótturinnar hafi hún og barnsfaðirinn skilið.Hræðilegur tími „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessar hugsanir og vildi ekkert með hana hafa og vildi hana bara alls ekki yfir höfuð. Mig langaði helst að drepa sjálfan mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan og þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar. Þetta var hræðilegur tími.“ Ástandið átti síður en svo eftir að batna. Stuttu seinna var dóttirin skírð og fjórum dögum eftir skírnina sprakk allt. „Þá sendi ég ljósmóður minni sms og sagði henni hvernig mér leið og ég var mjög hrædd um hvernig viðbrögð ég myndi fá frá henni, en ég fékk mjög góð viðbrögð og hún sendi mig upp á spítala upp á Selfoss til að taka við aðra ljósmóðir. Þar áttum við gott samtal og ég var lögð inn á sængulegardeild í fjóra til fimm daga og svo rúllaði boltinn og þá fór ég inn á geðdeild með stelpuna með mér og við vorum þar í tvo mánuði sem var hræðilegur tími.“Kristín með stelpurnar sínar tvær.Þar var Kristín greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi. Ástand Kristínar átti enn eftir að versna. „Ég borðaði ekki neitt í margar vikur og var að reyna halda mjólkinni til að geta gefið henni sína næringu. Það gekk ekki upp og ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notalegt stund og bara og ég var bara viltu bara þegja krakki. Ég var bara brjáluð út í hana út af því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Þunglyndið var það mikið að ég gat ekki hugsað mér að sinna barninu mínu.“ Eftir tvo mánuði var Kristín útskrifuð, komin á lyf og aðeins farin að tengjast barninu. „Við förum bara heim og það gengur ekki vel,“ segir Kristín sem reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf á þessum tíma. Hún var þá lögð inn á geðdeild í enn eitt skiptið. „Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur til að lifa fyrir og þyrftu á mömmu sinni að halda.“ Seinna meir fóru stelpurnar í fóstur. „Þegar ég var inni á geðdeild fer ég í hálfgert geðrof og þrengdi að hálsinum að yngri stelpunni. Ég man varla eftir þessu en ég gerði það,“ segir Kristín en þá fór Barnavernd í málið og börnin voru bæði tekin af Kristínu. Stelpurnar voru báðar settar í fóstur hjá móður Kristínar. Kristín segir átakanlega sögu sína í Íslandi í dag og vill opnari umræðu um fæðingarþunglyndi sem hrjáir fleiri konur en fólk heldur.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira