Skólahald í Þelamerkurskóla í Hörgársveit fellur niður í dag vegna veðurs. Í tilkynningu á vef skólans segir að vegna hvassviðris og appelsínugulrar viðvörunar er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni í dag og veður á eftir að versna hratt á næstu klukkustundum. Af þeim sökum falli skólahald niður í dag.
Vegna veðurs má reikna með að skólahald falli niður víða á landinu í dag. Hafirðu ábendingu um slíkt geturðu sent okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is og við komum því til skila.
