„Þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 19:30 LeBron James þarf að kalla fram súpermanninn í sér til að koma Los Angeles Lakers inn í úrslitakeppnina. Getty/Jonathan Bachman LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í vandræðum í NBA-deildinni eftir tap á móti New Orleans Pelicans í síðasta leik sínum. Líkurnar aukast nú dag frá degi að Los Angeles Lakers missi hreinlega af úrslitakeppninni í ár. Liðið hefur „bara“ unnið 29 af 59 leikjum sínum á leiktíðinni og er eins og er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Liðin í sjöunda og áttunda sæti, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs, hafa bæði unnið 33 leiki. LeBron James hefur komist með liði sínu í lokaúrslitin undanfarin átta tímabil og hann hefur ekki misst af úrslitakeppninni í fjórtán ár eða síðan hann var á sínu öðru tímabili í deildinni tímabilið 2004-05. Pressan er farin að aukast talsvert á LeBron James sem er ætlað að bjarga málunum og bera Lakers-liðið á herðum sér inn í úrslitakeppnina. LeBron er með 26,8 stig, 8,7 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en það hefur ekki skilað betri stöðu. Fjarvera hans í sautján leikjum í desember og janúar kom Lakers liðinu mjög illa. Sumir álíta sem svo að LeBron James myndi verða fyrir álitshnekki missi hann af úrslitakeppninni í ár. Einn af þeim er Cris Carter sem er í þættinum First Things First á FOX Sports."If they do miss the playoffs, LeBron James will no longer be the greatest basketball player in the world. That title will be transferred." — @criscarter80pic.twitter.com/kqqplWxx9F — FOX Sports (@FOXSports) February 25, 2019„Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá mun Lakers reka þjálfarann sinn. Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims. Sá titill mun þá færast yfir á einhvern annan,“ sagði Cris Carter. Cris Carter er líka á því að það gæti líka haft áhrif á ákvarðanir stjörnuleikmanna með lausa samninga í sumar. Missi Lakers liðið af úrslitakeppninni í ár þá gætu þeir farið að efast um framtíðarmöguleika liðsins og það gæti hjálpað þeim að taka ákvörðun um að fara annað en til Los Angeles Lakers. NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í vandræðum í NBA-deildinni eftir tap á móti New Orleans Pelicans í síðasta leik sínum. Líkurnar aukast nú dag frá degi að Los Angeles Lakers missi hreinlega af úrslitakeppninni í ár. Liðið hefur „bara“ unnið 29 af 59 leikjum sínum á leiktíðinni og er eins og er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Liðin í sjöunda og áttunda sæti, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs, hafa bæði unnið 33 leiki. LeBron James hefur komist með liði sínu í lokaúrslitin undanfarin átta tímabil og hann hefur ekki misst af úrslitakeppninni í fjórtán ár eða síðan hann var á sínu öðru tímabili í deildinni tímabilið 2004-05. Pressan er farin að aukast talsvert á LeBron James sem er ætlað að bjarga málunum og bera Lakers-liðið á herðum sér inn í úrslitakeppnina. LeBron er með 26,8 stig, 8,7 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en það hefur ekki skilað betri stöðu. Fjarvera hans í sautján leikjum í desember og janúar kom Lakers liðinu mjög illa. Sumir álíta sem svo að LeBron James myndi verða fyrir álitshnekki missi hann af úrslitakeppninni í ár. Einn af þeim er Cris Carter sem er í þættinum First Things First á FOX Sports."If they do miss the playoffs, LeBron James will no longer be the greatest basketball player in the world. That title will be transferred." — @criscarter80pic.twitter.com/kqqplWxx9F — FOX Sports (@FOXSports) February 25, 2019„Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá mun Lakers reka þjálfarann sinn. Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims. Sá titill mun þá færast yfir á einhvern annan,“ sagði Cris Carter. Cris Carter er líka á því að það gæti líka haft áhrif á ákvarðanir stjörnuleikmanna með lausa samninga í sumar. Missi Lakers liðið af úrslitakeppninni í ár þá gætu þeir farið að efast um framtíðarmöguleika liðsins og það gæti hjálpað þeim að taka ákvörðun um að fara annað en til Los Angeles Lakers.
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira