Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 15:09 Frá atkvæðagreiðslu á vegum Eflingar í dag. vísir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. Hann segir samtökin alls ekki leggjast gegn því að Efling fari á vinnustaði og bjóði starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun en segir vinnuveitandann eiga rétt á því að slíkt sé þá gert utan vinnutímans þannig að ekki sé verið að trufla fólk í vinnu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Reykjavík, þegar Efling mætti á hótelið til þess að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Sagði Sólveig Anna að eigandinn hefði meinað tólf starfsmönnum hótelsins sem eru í Eflingu að greiða atkvæði. Þessu vísaði Árni Valur á bug og sagði einmitt í samtali við Vísi að ekki hefði verið haft samráð við hann um atkvæðagreiðsluna eins og hann taldi að Efling ætti að gera. Þá hefði starfsfólkið ekki verið í pásu klukkan 12 þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram og því væri verið að trufla þau við vinnu sína. Efling væri hins vegar velkomin á hótelið klukkan 14 og kvaðst Árni Valur reyndar hafa hvatt starfsfólk sitt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem fer einnig fram rafrænt.Báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls „Við hjá SAF virðum náttúrulega vinnulöggjöfina og verkfallsréttinn og viljum að þetta gangi, þrátt fyrir flókinn veruleika, allt saman fyrir sig eins og það á að gera samkvæmt reglunum. Við bendum á að það væri betra ef svona tilvik þar sem verið er að koma á vinnustaði að það væri gert í einhvers konar samráði um hvenær það væri gert. Það er að segja, varðandi tímasetningu þá þegar starfsfólkið er ekki að störfum. Það er þá í samræmi við vinnulöggjöfina,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Vísi. Hann segir báða aðila hafa nokkuð til síns máls. „Það er að segja að sjálfsögðu á starfsfólkið rétt á að greiða atkvæði en atvinnurekandinn á þá líka rétt á því að það sé þá gert utan vinnutímans þannig að það sé ekki verið að trufla fólk til vinnu.“ Aðspurður hvort að SAF hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort að atkvæðagreiðslan sé ólögmæt, líkt og Samtök atvinnulífsins lýstu yfir í dag, segir Jóhannes svo ekki vera en SAF sé vissulega hluti af SA og þar með hluti af yfirlýsingunni. „En á meðan að atkvæðagreiðslan hefur ekki verið stöðvuð þá bendum við á þetta, það er að segja að það væri skynsamlegt að gera þetta í samráði við atvinnurekendur,“ segir Jóhannes. Kjaramál Tengdar fréttir Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. Hann segir samtökin alls ekki leggjast gegn því að Efling fari á vinnustaði og bjóði starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun en segir vinnuveitandann eiga rétt á því að slíkt sé þá gert utan vinnutímans þannig að ekki sé verið að trufla fólk í vinnu. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag kom til snarpra orðaskipta á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Reykjavík, þegar Efling mætti á hótelið til þess að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Sagði Sólveig Anna að eigandinn hefði meinað tólf starfsmönnum hótelsins sem eru í Eflingu að greiða atkvæði. Þessu vísaði Árni Valur á bug og sagði einmitt í samtali við Vísi að ekki hefði verið haft samráð við hann um atkvæðagreiðsluna eins og hann taldi að Efling ætti að gera. Þá hefði starfsfólkið ekki verið í pásu klukkan 12 þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram og því væri verið að trufla þau við vinnu sína. Efling væri hins vegar velkomin á hótelið klukkan 14 og kvaðst Árni Valur reyndar hafa hvatt starfsfólk sitt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem fer einnig fram rafrænt.Báðir aðilar hafi nokkuð til síns máls „Við hjá SAF virðum náttúrulega vinnulöggjöfina og verkfallsréttinn og viljum að þetta gangi, þrátt fyrir flókinn veruleika, allt saman fyrir sig eins og það á að gera samkvæmt reglunum. Við bendum á að það væri betra ef svona tilvik þar sem verið er að koma á vinnustaði að það væri gert í einhvers konar samráði um hvenær það væri gert. Það er að segja, varðandi tímasetningu þá þegar starfsfólkið er ekki að störfum. Það er þá í samræmi við vinnulöggjöfina,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Vísi. Hann segir báða aðila hafa nokkuð til síns máls. „Það er að segja að sjálfsögðu á starfsfólkið rétt á að greiða atkvæði en atvinnurekandinn á þá líka rétt á því að það sé þá gert utan vinnutímans þannig að það sé ekki verið að trufla fólk til vinnu.“ Aðspurður hvort að SAF hafi tekið einhverja afstöðu til þess hvort að atkvæðagreiðslan sé ólögmæt, líkt og Samtök atvinnulífsins lýstu yfir í dag, segir Jóhannes svo ekki vera en SAF sé vissulega hluti af SA og þar með hluti af yfirlýsingunni. „En á meðan að atkvæðagreiðslan hefur ekki verið stöðvuð þá bendum við á þetta, það er að segja að það væri skynsamlegt að gera þetta í samráði við atvinnurekendur,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Tengdar fréttir Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Framkvæmdir áttu sér stað án byggingarleyfis frá borginni. 25. febrúar 2019 14:40
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07