Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. febrúar 2019 20:43 Frumvarp um kynrænt sjálfræði birtist fyrir skemmstu í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fer fyrir frumvarpinu og meðal annars er markmiðið að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga þar sem eigin skilningur á kynvitund er grundvöllur opinberrar skráningar. Í frumvarpinu má finna ákvæði sem heimilar fólki eldra en 15 ára að breyta kynskráningu sinni einu sinni í þjóðskrá. Ekki er gerð krafa um meðferðir í heilbrigðiskerfinu til að breyta kynskráningu. Börn geta fengið skráningu sinni breytt með heimild foreldra. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir mikla réttarbót felast í frumvarpinu fyrir trans- og intersex fólk. „Það sem að þetta frumvarp myndi í raun gera fólki kleift að gera er að breyta kynskráningu sinni sjálft þegar það er tilbúið til þess og þurfa ekki þá að bíða í ferli hjá transteyminu í eitt og hálft til tvö ár eftir því að fá breytingu á kynskráningu sinni.“ Þá er í frumvarpinu sú nýbreytni að einstaklingar geta skráð sig kynhlutlausa. Það væri til dæmis merkt sem "X" í vegabréfi til að gefa til kynna að viðkomandi er með kynhlutlausa skráningu. Þetta fyrirkomulag þekkist annars staðar og hefur gefist vel. „Þannig að við erum í rauninni bara að stíga þetta skref vonandi í takt við það sem er að gerast í kringum okkur og færa þarna hópum einstaklinga þau sjálfsögðu mannréttindi að vera með skilríki og vera viðurkennd af hinu opinbera í samræmi við það sem þau eru. Þetta er ákvörðun sem fólk tekur að yfirlögðu ráði, einu sinni, og það eru sárafá, ef nokkur, dæmi þess að fólk sé að nota þetta í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir María Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Frumvarp um kynrænt sjálfræði birtist fyrir skemmstu í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fer fyrir frumvarpinu og meðal annars er markmiðið að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga þar sem eigin skilningur á kynvitund er grundvöllur opinberrar skráningar. Í frumvarpinu má finna ákvæði sem heimilar fólki eldra en 15 ára að breyta kynskráningu sinni einu sinni í þjóðskrá. Ekki er gerð krafa um meðferðir í heilbrigðiskerfinu til að breyta kynskráningu. Börn geta fengið skráningu sinni breytt með heimild foreldra. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir mikla réttarbót felast í frumvarpinu fyrir trans- og intersex fólk. „Það sem að þetta frumvarp myndi í raun gera fólki kleift að gera er að breyta kynskráningu sinni sjálft þegar það er tilbúið til þess og þurfa ekki þá að bíða í ferli hjá transteyminu í eitt og hálft til tvö ár eftir því að fá breytingu á kynskráningu sinni.“ Þá er í frumvarpinu sú nýbreytni að einstaklingar geta skráð sig kynhlutlausa. Það væri til dæmis merkt sem "X" í vegabréfi til að gefa til kynna að viðkomandi er með kynhlutlausa skráningu. Þetta fyrirkomulag þekkist annars staðar og hefur gefist vel. „Þannig að við erum í rauninni bara að stíga þetta skref vonandi í takt við það sem er að gerast í kringum okkur og færa þarna hópum einstaklinga þau sjálfsögðu mannréttindi að vera með skilríki og vera viðurkennd af hinu opinbera í samræmi við það sem þau eru. Þetta er ákvörðun sem fólk tekur að yfirlögðu ráði, einu sinni, og það eru sárafá, ef nokkur, dæmi þess að fólk sé að nota þetta í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir María
Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira