Kim heldur til fundar við Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 22:58 Æðsti leiðtogi Norður-Kóreu er á leið til Víetnam. Pyeongyang Press Corps/Getty Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er haldinn til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, þar sem leiðtogafundur hans og Donalds Trump kemur til með að fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu greina frá þessu. Kim hélt fyrr í dag af stað til Víetnam með einkalest í sinni eigu. Með honum í för er Kim Yong Chol, háttsettur embættismaður innan norðurkóresku ríkisstjórnarinnar sem hefur gegnt lykilhlutverki í samskiptum við Bandaríkin, og Kim Yo Jong, systir leiðtogans. Áætlað er að lestarferð leiðtogans geti tekið meira en tvo daga. Fundurinn í næstu viku verður annar fundur leiðtoganna tveggja en sá fyrri átti sér stað í Singapúr í júní. Sá endaði án eiginlegrar niðurstöðu varðandi kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og leiddi til mánaðarlangrar pattstöðu í samningaviðræðum ríkjanna tveggja. Vonir eru bundnar við að fundurinn sem fyrirhugaður er geti liðkað fyrir samskiptum ríkjanna en sjálfur hefur Kim sagst vona að með fundinum fái hann því framgengt að Bandaríkin aflétti sem mestu af viðskiptaþvingunum sínum gegn Norður-Kóreu og að ríki hans þurfi að gefa sem minnst eftir í kjarnorkustefnu sinni á sama tíma. Þá hafa stjórnvöld í Víetnam sett á umferðarbann í grennd við þær leiðir sem Kim kann að koma í gegn um til landsins. Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er haldinn til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, þar sem leiðtogafundur hans og Donalds Trump kemur til með að fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu greina frá þessu. Kim hélt fyrr í dag af stað til Víetnam með einkalest í sinni eigu. Með honum í för er Kim Yong Chol, háttsettur embættismaður innan norðurkóresku ríkisstjórnarinnar sem hefur gegnt lykilhlutverki í samskiptum við Bandaríkin, og Kim Yo Jong, systir leiðtogans. Áætlað er að lestarferð leiðtogans geti tekið meira en tvo daga. Fundurinn í næstu viku verður annar fundur leiðtoganna tveggja en sá fyrri átti sér stað í Singapúr í júní. Sá endaði án eiginlegrar niðurstöðu varðandi kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og leiddi til mánaðarlangrar pattstöðu í samningaviðræðum ríkjanna tveggja. Vonir eru bundnar við að fundurinn sem fyrirhugaður er geti liðkað fyrir samskiptum ríkjanna en sjálfur hefur Kim sagst vona að með fundinum fái hann því framgengt að Bandaríkin aflétti sem mestu af viðskiptaþvingunum sínum gegn Norður-Kóreu og að ríki hans þurfi að gefa sem minnst eftir í kjarnorkustefnu sinni á sama tíma. Þá hafa stjórnvöld í Víetnam sett á umferðarbann í grennd við þær leiðir sem Kim kann að koma í gegn um til landsins.
Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00
Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56
Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39