Birta sögur fólks sem búið hefur við fátækt: „Þú ert algerlega einn og öllum er sama“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 19:36 Frá mótmælum Gulu vestanna á Austurvelli í dag. Stöð 2 Facebook-aðgangur undir merkjum hinna gulu vesta, mótmælenda sem „styðja og standa fyrir mótmælum almennings gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum,“ birti í kvöld Facebook-færslu þar sem tíndar eru til sögur fólks sem búið hefur við fátækt. Sögurnar, sem alls eru níu talsins, lýsa allar aðstæðum fólks sem búið hafa við bág kjör og upplifunum þeirra af skorti á fjárhagslegu öryggi. Þær segja margar hverjar frá úrræðum sem fólk nýtti sér til að glíma við fátækt og nokkrar lýsa því hvernig fólk brá á ýmis ráð til þess að skýla börnum sínum frá fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar. Ein sagan er svohljóðandi: „Ég hef lent í að eiga 10-20 þúsund krónur eftir ef allir reikningar voru borgaðir í byrjun mánaðar. Þetta var hræðilegur tími, en það sem situr eftir er varnarleysið og vonleysið. Þú getur ekkert leitað. Allar þær stofnanir sem eiga að aðstoða þig yppa öxlum. Sumar bjóða eitthvað sem þú getur ekki nýtt þér, aðrar svo lítið að það fleytir þér varla út daginn. Þú ert algerlega einn og öllum er sama.“ Önnur saga lýsir þá foreldri hvers staða var svo slæm í lok mánaðar að eini maturinn á heimilinu var lítil dós með niðursoðnum ávöxtum. „Ég opnaði hana og hellti safanum í hálfan pela, fyllti upp með vatni og gaf barninu það.“ Færslu gulu vestanna má lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Facebook-aðgangur undir merkjum hinna gulu vesta, mótmælenda sem „styðja og standa fyrir mótmælum almennings gegn aukinni misskiptingu, láglaunastefnu, húsaleiguokri og lökum lífskjörum,“ birti í kvöld Facebook-færslu þar sem tíndar eru til sögur fólks sem búið hefur við fátækt. Sögurnar, sem alls eru níu talsins, lýsa allar aðstæðum fólks sem búið hafa við bág kjör og upplifunum þeirra af skorti á fjárhagslegu öryggi. Þær segja margar hverjar frá úrræðum sem fólk nýtti sér til að glíma við fátækt og nokkrar lýsa því hvernig fólk brá á ýmis ráð til þess að skýla börnum sínum frá fjárhagsvandræðum fjölskyldunnar. Ein sagan er svohljóðandi: „Ég hef lent í að eiga 10-20 þúsund krónur eftir ef allir reikningar voru borgaðir í byrjun mánaðar. Þetta var hræðilegur tími, en það sem situr eftir er varnarleysið og vonleysið. Þú getur ekkert leitað. Allar þær stofnanir sem eiga að aðstoða þig yppa öxlum. Sumar bjóða eitthvað sem þú getur ekki nýtt þér, aðrar svo lítið að það fleytir þér varla út daginn. Þú ert algerlega einn og öllum er sama.“ Önnur saga lýsir þá foreldri hvers staða var svo slæm í lok mánaðar að eini maturinn á heimilinu var lítil dós með niðursoðnum ávöxtum. „Ég opnaði hana og hellti safanum í hálfan pela, fyllti upp með vatni og gaf barninu það.“ Færslu gulu vestanna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira