Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2019 08:15 Framkvæmdir við flutningamiðstöð Póstsins að Stórhöfða kosta um 700 milljónir króna en áttu upphaflega að vera enn meiri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Aðalfundi Íslandspósts ohf. (ÍSP), sem halda átti í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins, það er fjármálaráðherra. Í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stefnt sé að því að halda hluthafafund áður en aðalfundur fer fram. Samtímis frestast birting ársskýrslu. Ekki er tilgreint hvers vegna þetta var ákveðið. Í upphafi mánaðar var boðað til aðalfundar ÍSP og átti hann að fara fram í höfuðstöðvum félagsins þann 22. febrúar kl. 16. Síðla þann 21. febrúar barst hins vegar tilkynning þar sem fram kom að aðalfundinum hefði verið frestað og að stjórn myndi boða til aðalfundar á ný í samræmi við samþykktir félagsins og ákvæði hlutafélagalaga. Samkvæmt samþykktum ÍSP skal halda aðalfund fyrir lok júlímánaðar ár hvert. Undanfarin ár hefur hann verið haldinn síðasta föstudag febrúarmánaðar og var stefnt að því nú áður en til hinnar skyndilegu frestunar kom. Sem kunnugt er hefur rekstur ÍSP verið þungur undanfarin ár. Af fundargerðum stjórnar, sem Fréttablaðið fékk afrit af að hluta, má meðal annars sjá að í árslok 2015 tók fyrirtækið 500 milljóna króna lán til að auka við handbært eigið fé. Samkvæmt ársreikningi þess árs var handbært eigið fé jákvætt í árslok um 419 milljónir. Afkoma áranna 2016 og 2017 var aftur á móti viðunandi vegna óvænts hagnaðar af einkaréttarbréfum eftir að í ljós kom að fækkun dreifingardaga skilaði meira hagræði en ráð var gert. Árið 2017 hækkaði stjórn ÍSP laun forstjóra fyrirtækisins um 25 prósent og í ársbyrjun 2018 greiddi félagið launauppbót til starfsmanna sinna í ljósi góðrar afkomu. Á haustmánuðum var staðan hins vegar sú að eigið fé reyndist uppurið og veðrými í fasteignum sömuleiðis. Því lokaði viðskiptabanki þess, Landsbanki Íslands, fyrir frekari lán. Þess vegna leitaði ÍSP á náðir ríkisins sem lánaði félaginu 500 milljónir og veitti heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar á þessu ári þótt ekki væri búið að greina í hverju rekstrarvandinn liggur. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um hví ákveðið hefði verið að fresta fundinum. Svar hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Með því að fresta aðalfundi frestast jafnframt birting ársskýrslu ÍSP en hún hefur meðal annars að geyma upplýsingar um kaup og kjör stjórnenda. Af fundargerðum stjórnar má ráða að þau hafi tekið breytingum milli ára. Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að laun forstjóra hafi hækkað ríflega á árinu 2018, á sama tíma og fyrirtækið stefndi í gjaldþrot. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Aðalfundi Íslandspósts ohf. (ÍSP), sem halda átti í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins, það er fjármálaráðherra. Í svari ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að stefnt sé að því að halda hluthafafund áður en aðalfundur fer fram. Samtímis frestast birting ársskýrslu. Ekki er tilgreint hvers vegna þetta var ákveðið. Í upphafi mánaðar var boðað til aðalfundar ÍSP og átti hann að fara fram í höfuðstöðvum félagsins þann 22. febrúar kl. 16. Síðla þann 21. febrúar barst hins vegar tilkynning þar sem fram kom að aðalfundinum hefði verið frestað og að stjórn myndi boða til aðalfundar á ný í samræmi við samþykktir félagsins og ákvæði hlutafélagalaga. Samkvæmt samþykktum ÍSP skal halda aðalfund fyrir lok júlímánaðar ár hvert. Undanfarin ár hefur hann verið haldinn síðasta föstudag febrúarmánaðar og var stefnt að því nú áður en til hinnar skyndilegu frestunar kom. Sem kunnugt er hefur rekstur ÍSP verið þungur undanfarin ár. Af fundargerðum stjórnar, sem Fréttablaðið fékk afrit af að hluta, má meðal annars sjá að í árslok 2015 tók fyrirtækið 500 milljóna króna lán til að auka við handbært eigið fé. Samkvæmt ársreikningi þess árs var handbært eigið fé jákvætt í árslok um 419 milljónir. Afkoma áranna 2016 og 2017 var aftur á móti viðunandi vegna óvænts hagnaðar af einkaréttarbréfum eftir að í ljós kom að fækkun dreifingardaga skilaði meira hagræði en ráð var gert. Árið 2017 hækkaði stjórn ÍSP laun forstjóra fyrirtækisins um 25 prósent og í ársbyrjun 2018 greiddi félagið launauppbót til starfsmanna sinna í ljósi góðrar afkomu. Á haustmánuðum var staðan hins vegar sú að eigið fé reyndist uppurið og veðrými í fasteignum sömuleiðis. Því lokaði viðskiptabanki þess, Landsbanki Íslands, fyrir frekari lán. Þess vegna leitaði ÍSP á náðir ríkisins sem lánaði félaginu 500 milljónir og veitti heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar á þessu ári þótt ekki væri búið að greina í hverju rekstrarvandinn liggur. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um hví ákveðið hefði verið að fresta fundinum. Svar hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Með því að fresta aðalfundi frestast jafnframt birting ársskýrslu ÍSP en hún hefur meðal annars að geyma upplýsingar um kaup og kjör stjórnenda. Af fundargerðum stjórnar má ráða að þau hafi tekið breytingum milli ára. Áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að laun forstjóra hafi hækkað ríflega á árinu 2018, á sama tíma og fyrirtækið stefndi í gjaldþrot.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00
Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15
Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00