Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2019 23:09 Michael Cohen á að hefja afplánun á fangelsisdómi í maí. Hann virðist enn vinna með saksóknurum í New York. Vísir/EPA Fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um mögulega óreglu í fjölskyldufyrirtæki Trump og um einn fjárhagslegra bakhjarla innsetningarhátíðar hans. Á sama tíma eru saksóknarar í New York sagðir búa sig undir að ákæra fyrrverandi kosningastjóra Trump.New York Times greinir frá því að Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Trump, hafi hitt alríkissaksóknara í New York og deilt upplýsingunum í síðasta mánuði. Cohen vann um árabil fyrir Trump-fyrirtækið. Á meðal þess sem hann sagði saksóknurum frá voru tryggingakröfur sem fyrirtækið gerði. Saksóknararnir eru einnig sagðir hafa spurt Cohen út í Imaad Zuberi, áhættufjárfesti frá Kaliforníu, sem lét fé af hendi rakna til undirbúningsnefndar fyrir embættistöku Trump. Zuberi gaf 900.000 dollara til nefndarinnar og reyndi síðar að ráða Cohen sem ráðgjafa. Cohen á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir brot á kosningalögum og lygar fyrir þingnefnd í maí. Hann hefur fullyrt að Trump hafi skipað honum að framkvæma ólöglega greiðslu til að kaupa þögn Playboy-fyrirsætu um meint kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Reynist upplýsingarnar sem Cohen veitti saksóknurunum í janúar á rökum reistar og gagnlegar við rannsókn þeirra gætu þeir mælt með því að refsing lögfræðingsins verði milduð. Cohen á að koma fyrir þrjár þingnefndir til að bera vitni, meðal annars um viðskiptagjörninga forsetans, í næstu viku.Manafort er sjötugur og gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.Vísir/EPAForsetanáðun yrði útilokuð Blaðið sagði einnig frá því í dag að saksóknararnir í New York undirbyggju nú ákæru á hendur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort hefur áður verið dæmdur fyrir skatt- og bankasvik í alríkisdómstóli og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi vegna þeirra brota. Ákæra og möguleg sakfelling í ríkisdómstól í New York myndi útiloka að Trump forseti gæti náðað Manafort. Forseti getur aðeins náðað menn vegna alríkisglæpa, ekki glæpa sem einstök ríki Bandaríkjanna sækja menn til saka fyrir. Rannsókn saksóknaranna í New York er sögð beinast að lánum sem Manafort fékk frá tveimur bönkum. Þau lán komu við sögu í alríkismálinu gegn Manafort en rannsóknin á þeim var nýlega tekin upp aftur í New York. Ákærudómstóll er sagður hafa verið kallaður saman vegna rannsóknarinnar. Mögulegt er að lögfræðingar Manafort myndu láta á það reyna hvort að ákæra gegn honum á þessum forsendum bryti í bága við lög sem eiga að koma í veg fyrir að menn séu sóttir til saka oft fyrir sama glæpinn. Dómari kosmt að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Manafort hefði brotið gegn samkomulagi sem hann gerði við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, með ítrekuðum lygum. Þar á meðal er Manafort sagður hafa logið um samskipti sín við fyrrverandi starfsmann sinn sem saksóknararnir telja tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15 Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um mögulega óreglu í fjölskyldufyrirtæki Trump og um einn fjárhagslegra bakhjarla innsetningarhátíðar hans. Á sama tíma eru saksóknarar í New York sagðir búa sig undir að ákæra fyrrverandi kosningastjóra Trump.New York Times greinir frá því að Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Trump, hafi hitt alríkissaksóknara í New York og deilt upplýsingunum í síðasta mánuði. Cohen vann um árabil fyrir Trump-fyrirtækið. Á meðal þess sem hann sagði saksóknurum frá voru tryggingakröfur sem fyrirtækið gerði. Saksóknararnir eru einnig sagðir hafa spurt Cohen út í Imaad Zuberi, áhættufjárfesti frá Kaliforníu, sem lét fé af hendi rakna til undirbúningsnefndar fyrir embættistöku Trump. Zuberi gaf 900.000 dollara til nefndarinnar og reyndi síðar að ráða Cohen sem ráðgjafa. Cohen á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir brot á kosningalögum og lygar fyrir þingnefnd í maí. Hann hefur fullyrt að Trump hafi skipað honum að framkvæma ólöglega greiðslu til að kaupa þögn Playboy-fyrirsætu um meint kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Reynist upplýsingarnar sem Cohen veitti saksóknurunum í janúar á rökum reistar og gagnlegar við rannsókn þeirra gætu þeir mælt með því að refsing lögfræðingsins verði milduð. Cohen á að koma fyrir þrjár þingnefndir til að bera vitni, meðal annars um viðskiptagjörninga forsetans, í næstu viku.Manafort er sjötugur og gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.Vísir/EPAForsetanáðun yrði útilokuð Blaðið sagði einnig frá því í dag að saksóknararnir í New York undirbyggju nú ákæru á hendur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort hefur áður verið dæmdur fyrir skatt- og bankasvik í alríkisdómstóli og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi vegna þeirra brota. Ákæra og möguleg sakfelling í ríkisdómstól í New York myndi útiloka að Trump forseti gæti náðað Manafort. Forseti getur aðeins náðað menn vegna alríkisglæpa, ekki glæpa sem einstök ríki Bandaríkjanna sækja menn til saka fyrir. Rannsókn saksóknaranna í New York er sögð beinast að lánum sem Manafort fékk frá tveimur bönkum. Þau lán komu við sögu í alríkismálinu gegn Manafort en rannsóknin á þeim var nýlega tekin upp aftur í New York. Ákærudómstóll er sagður hafa verið kallaður saman vegna rannsóknarinnar. Mögulegt er að lögfræðingar Manafort myndu láta á það reyna hvort að ákæra gegn honum á þessum forsendum bryti í bága við lög sem eiga að koma í veg fyrir að menn séu sóttir til saka oft fyrir sama glæpinn. Dómari kosmt að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Manafort hefði brotið gegn samkomulagi sem hann gerði við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, með ítrekuðum lygum. Þar á meðal er Manafort sagður hafa logið um samskipti sín við fyrrverandi starfsmann sinn sem saksóknararnir telja tengjast rússnesku leyniþjónustunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15 Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15
Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35