Efling segir túlkun SA á kröfum verkalýðsfélaga vitlausa Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 21:29 Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2 Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2
Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira