VR hreyfir ekki sjóði sína úr Kviku í bili Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 18:58 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélagið ekki ætla að hreyfa sjóði sína úr Kviku banka að svo stöddu. Vísir/Vilhelm VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“ Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
VR mun ekki draga 4,2 milljarða króna út úr eignastýringu Kviku banka eins og félagið hafði hótað að gera vegna hækkunar Almenna leigufélagsins á leiguverði. Þetta var niðurstaða fundar VR með Almenna leigufélaginu í dag. Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Umhugsunarfresturinn var svo lengdur í á þriðjudag en hækkunin stendur enn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði til fundar með Almenna leigufélaginu til þess að reyna að ná fram niðurstöðu í málið. Fundurinn fór fram á fjórða tímanum í dag. Í samtali við Vísi segir Ragnar Þór fundinn hafa verið lausnamiðaðan og að jákvætt sé að VR og Almenna leigufélagið eigi í samræðum. Umfjöllunarefni fundarins hafi fyrst og fremst verið staða leigufélaga og leigjenda á Íslandi. „Við reyndum að nálgast þetta á lausnamiðuðum og uppbyggilegum nótum og lögðum til ákveðnar hugmyndir sem við ætlum að ræða svo aftur betur á mánudaginn. Eins og staðan er í dag munum við ekki hreyfa okkar sjóði heldur reyna frekar að finna lausnir, um það snýst málið.“Aukinn frestur ekki verið ræddur VR gaf Almenna leigufélaginu og Kviku fjögurra daga frest til þess að verða að kröfum sínum um lækkanir á leigu, ellegar myndi félagið draga milljarða út úr Kviku, en kaup Kviku á Gamma sem stýrir sjóðnum sem hefur eignarhald á Almenna leigufélaginu eru ekki gengin í gegn. Fresturinn hefði runnið út í dag, hefði leigufélagið ekki gengið til fundar við VR. Aðspurður sagði Ragnar engan „formlegan aukafrest“ hafa verið ræddan á fundinum í dag. „Það er alveg ljóst mál eftir lausnamiðaðan fund í dag að við munum ekki hreyfa okkur fyrr en við sjáum hvað kemur út úr fundinum á mánudaginn, þar sem báðir aðilar hafa lagt fram ákveðnar tillögur að lausn.“Bjartsýnn þar til annað kemur í ljós Ragnar segist nokkuð bjartsýnn á að hægt sé að ná fram lausn sem verði leigjendum til hagsbóta. „Málið snýst um fólkið sem við erum að semja fyrir og að verja þeirra stöðu. Ég skynjaði töluverðan skilning á stöðunni sem upp er komin hjá stjórnendum almenna leigufélagsins og ég leyfi mér bara að vera bjartsýnn á lausn í þessu máli, allavega þangað til annað kemur í ljós.“
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15