Nelson er orðinn 78 ára gamall og er kominn með sítt hár og skegg. Svolítill hippafílingur á kallinum sem viðurkennir fúslega að hann sé að nýta tímann til þess að reykja gras.
Don Nelson asked what he’s been doing after basketball: “I’ve been smoking some pot.” pic.twitter.com/67cncPYzsh
— Anthony Slater (@anthonyVslater) February 22, 2019
„Ég reykti aldrei meðan ég spilaði og þjálfaði þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ég er því að reykja núna og skemmta mér. Þetta er löglegra í dag og ég er að njóta þess.“
Þetta sagði kallinn á blaðamannafundi hjá Golden State í gær en viðbrögð Stephen Jackson við því að kallinn fái sér í haus eru stórbrotin. Þessi klippa er reyndar öll stórbrotin.
Nelson lék í 14 ár í NBA-deildinni og þjálfaði síðan í 34 ár. Síðasta liðið sem hann þjálfari var Golden State Warriors en hann steig frá borði árið 2010.