Fyrsta tunglfar Ísraelsmanna farið af stað Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 10:30 Vísir/SpaceX Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á. Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á.
Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira