Myndu hækka um allt að 85 prósent Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 06:45 Frá fundarhöldum hjá ríkissáttasemjara í gær. Fréttablaðið/Eyþór Þær kröfur sem Starfsgreinasambandið hefur sett fram í kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) fela í sér að laun meginþorra félagsmanna í aðildarfélögum sambandsins hækki á bilinu tæplega 70 prósent til 85 prósent á næstu þremur árum, samkvæmt útreikningum sem byggjast á kröfugerð sambandsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Efling haldið þessum kröfum sambandsins til streitu í viðræðum sínum við SA. Þannig er gert ráð fyrir því í kröfugerðinni að regluleg heildarmánaðarlaun hópbifreiðarstjóra innan Eflingar fari úr að meðaltali 493 þúsund krónum, eins og þau voru í fyrra, í 913 þúsund krónur árið 2021 og hækki þannig um 85 prósent. Er þá miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma. Launahækkun almenns iðnverkafólks innan félaga Starfsgreinasambandsins mun jafnframt nema tæpum 70 prósentum til ársins 2021, svo annað dæmi sé tekið, ef fallist verður á kröfur sambandsins. Viðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var sem kunnugt er slitið eftir stuttan fund í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hafa stéttarfélögin þegar hafið undirbúning verkfallsaðgerða og verður áætlun um slíkar aðgerðir lögð fyrir samninganefnd og stjórnir félaganna til samþykktar í dag. Þá ákvað Starfsgreinasambandið enn fremur að vísa kjaradeilu sinni við atvinnurekendur til ríkissáttasemjara en í þeirri deilu fer sambandið með umboð fyrir sextán af nítján aðildarfélögum sínum. Þrátt fyrir að viðræðurnar hafi þokast áfram á umliðnum vikum sagði sambandið að „ekki [yrði] komist lengra nema með aðkomu ríkissáttasemjara“. Nái kröfur Starfsgreinasambandsins á hendur Samtökum atvinnulífsins fram að ganga er ljóst að launakostnaður fyrirtækja mun stóraukast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum næstum því tvöfaldast.Útreikningar sem eru byggðir á kröfugerð sambandsins leiða til að mynda í ljós að regluleg heildarmánaðarlaun flutningabílstjóra myndu hækka að meðaltali um 80 prósent – úr 537 þúsund krónum í 967 þúsund krónur – á næstu þremur árum ef fallist yrði á kröfugerðina óbreytta. Þá fela kröfurnar einnig í sér að regluleg heildarlaun almenns fiskvinnslufólks verði hækkuð að meðaltali um 70 prósent á tímabilinu og fari í tæplega 740 þúsund krónur árið 2021, sé miðað við samsetningu launaliða eins og hún var árið 2017. Auk óbreytts fjölda greiddra yfirvinnutíma er í útreikningunum gert ráð fyrir að hlutfallið á milli reglulegra launa og grunnlauna haldist óbreytt og að hæsta aldursþrep verði hækkað úr fimm árum í sjö ár, í samræmi við kröfugerð Starfsgreinasambandsins, sem gerir ráð fyrir tveggja prósenta bili á milli aldursþrepa.Launahlutfallið hvergi hærra Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins nam ríflega 62 prósentum á árinu 2017 og er það hæsta hér á landi á meðal OECD-ríkjanna. Það þýðir að hvergi innan aðildarríkja OECD rennur stærri hluti þess virðisauka, sem verður til við atvinnustarfsemi, til launþega en á Íslandi. Í skýrslu sem Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor vann fyrir stjórnvöld í fyrra um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga er tekið fram að umrætt hlutfall sé nú nálægt hápunkti áranna fyrir hrun sem bendi til þess að hagnaður sé ekki mikill í sögulegu samhengi. Vergar þáttatekjur atvinnulífsins, sem eru hér skilgreindar sem verg landsframleiðsla, fyrir utan hið opinbera og fjármálakerfið, að frádregnum óbeinum sköttum, skiptast í laun og fjármagn. Miðað við tölur Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum hafi farið yfir 62 prósent hér á landi á síðasta ári en til samanburðar er launahlutfallið um 59 prósent í Svíþjóð, 57 prósent í Kanada og 40 prósent á Grikklandi, svo fáein dæmi séu tekin.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Fréttablaðið/ErnirÁbyrgð þeirra sem reka fyrirtækin er mikil „Ábyrgð samfélagsins gagnvart því að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör hlýtur að vera mikil. Ábyrgð þeirra sem reka fyrirtæki í því að borga fólkinu sem býr til hagnaðinn og býr til gróðann,“ segir Sólveig Anna. „Ég þekki það af eigin raun að það gengur ekki upp að komast af á þeim launum sem láglaunakonum eru boðin, þegar þú bætir ofan á húsnæðiskostnaði og gífurlega háum lántökukostnaði. Hér er hópur fólks, sem þrátt fyrir langa vinnudaga og mikið álag starfar við undirstöðuatvinnugreinar, nær aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta um frjálst höfuð strokið efnahagslega. Þetta er staðreynd í þessu auðuga og fámenna samfélagi. Ég trúi ekki öðru en að við njótum stuðnings samborgara okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Teikn á lofti um alvarlega stöðnun eða samdrátt í hagkerfinu Vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum hefur lækkað 12 mánuði í röð. 21. febrúar 2019 07:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Þær kröfur sem Starfsgreinasambandið hefur sett fram í kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) fela í sér að laun meginþorra félagsmanna í aðildarfélögum sambandsins hækki á bilinu tæplega 70 prósent til 85 prósent á næstu þremur árum, samkvæmt útreikningum sem byggjast á kröfugerð sambandsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Efling haldið þessum kröfum sambandsins til streitu í viðræðum sínum við SA. Þannig er gert ráð fyrir því í kröfugerðinni að regluleg heildarmánaðarlaun hópbifreiðarstjóra innan Eflingar fari úr að meðaltali 493 þúsund krónum, eins og þau voru í fyrra, í 913 þúsund krónur árið 2021 og hækki þannig um 85 prósent. Er þá miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma. Launahækkun almenns iðnverkafólks innan félaga Starfsgreinasambandsins mun jafnframt nema tæpum 70 prósentum til ársins 2021, svo annað dæmi sé tekið, ef fallist verður á kröfur sambandsins. Viðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var sem kunnugt er slitið eftir stuttan fund í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hafa stéttarfélögin þegar hafið undirbúning verkfallsaðgerða og verður áætlun um slíkar aðgerðir lögð fyrir samninganefnd og stjórnir félaganna til samþykktar í dag. Þá ákvað Starfsgreinasambandið enn fremur að vísa kjaradeilu sinni við atvinnurekendur til ríkissáttasemjara en í þeirri deilu fer sambandið með umboð fyrir sextán af nítján aðildarfélögum sínum. Þrátt fyrir að viðræðurnar hafi þokast áfram á umliðnum vikum sagði sambandið að „ekki [yrði] komist lengra nema með aðkomu ríkissáttasemjara“. Nái kröfur Starfsgreinasambandsins á hendur Samtökum atvinnulífsins fram að ganga er ljóst að launakostnaður fyrirtækja mun stóraukast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum næstum því tvöfaldast.Útreikningar sem eru byggðir á kröfugerð sambandsins leiða til að mynda í ljós að regluleg heildarmánaðarlaun flutningabílstjóra myndu hækka að meðaltali um 80 prósent – úr 537 þúsund krónum í 967 þúsund krónur – á næstu þremur árum ef fallist yrði á kröfugerðina óbreytta. Þá fela kröfurnar einnig í sér að regluleg heildarlaun almenns fiskvinnslufólks verði hækkuð að meðaltali um 70 prósent á tímabilinu og fari í tæplega 740 þúsund krónur árið 2021, sé miðað við samsetningu launaliða eins og hún var árið 2017. Auk óbreytts fjölda greiddra yfirvinnutíma er í útreikningunum gert ráð fyrir að hlutfallið á milli reglulegra launa og grunnlauna haldist óbreytt og að hæsta aldursþrep verði hækkað úr fimm árum í sjö ár, í samræmi við kröfugerð Starfsgreinasambandsins, sem gerir ráð fyrir tveggja prósenta bili á milli aldursþrepa.Launahlutfallið hvergi hærra Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins nam ríflega 62 prósentum á árinu 2017 og er það hæsta hér á landi á meðal OECD-ríkjanna. Það þýðir að hvergi innan aðildarríkja OECD rennur stærri hluti þess virðisauka, sem verður til við atvinnustarfsemi, til launþega en á Íslandi. Í skýrslu sem Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor vann fyrir stjórnvöld í fyrra um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga er tekið fram að umrætt hlutfall sé nú nálægt hápunkti áranna fyrir hrun sem bendi til þess að hagnaður sé ekki mikill í sögulegu samhengi. Vergar þáttatekjur atvinnulífsins, sem eru hér skilgreindar sem verg landsframleiðsla, fyrir utan hið opinbera og fjármálakerfið, að frádregnum óbeinum sköttum, skiptast í laun og fjármagn. Miðað við tölur Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum hafi farið yfir 62 prósent hér á landi á síðasta ári en til samanburðar er launahlutfallið um 59 prósent í Svíþjóð, 57 prósent í Kanada og 40 prósent á Grikklandi, svo fáein dæmi séu tekin.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Fréttablaðið/ErnirÁbyrgð þeirra sem reka fyrirtækin er mikil „Ábyrgð samfélagsins gagnvart því að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör hlýtur að vera mikil. Ábyrgð þeirra sem reka fyrirtæki í því að borga fólkinu sem býr til hagnaðinn og býr til gróðann,“ segir Sólveig Anna. „Ég þekki það af eigin raun að það gengur ekki upp að komast af á þeim launum sem láglaunakonum eru boðin, þegar þú bætir ofan á húsnæðiskostnaði og gífurlega háum lántökukostnaði. Hér er hópur fólks, sem þrátt fyrir langa vinnudaga og mikið álag starfar við undirstöðuatvinnugreinar, nær aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta um frjálst höfuð strokið efnahagslega. Þetta er staðreynd í þessu auðuga og fámenna samfélagi. Ég trúi ekki öðru en að við njótum stuðnings samborgara okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17 Teikn á lofti um alvarlega stöðnun eða samdrátt í hagkerfinu Vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum hefur lækkað 12 mánuði í röð. 21. febrúar 2019 07:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. 21. febrúar 2019 16:17
Teikn á lofti um alvarlega stöðnun eða samdrátt í hagkerfinu Vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum hefur lækkað 12 mánuði í röð. 21. febrúar 2019 07:00
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15