„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 15:43 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39