Bitnar á fjárhag mæðra þegar feður taka styttra fæðingarorlof Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 22:30 Feður taka sífellt styttra fæðingarorlof. Fjórðungur þeirra ákvað að taka sér ekki neitt orlof árið 2017. Getty/Mayte Torres Feður taka mun styttra fæðingarorlof heldur en þeir gerðu fyrir aðeins áratugi síðan samkvæmt tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Aðeins 10 prósent karla taka meira en þrjá mánuði í fæðingarorlof á meðan hlutfallið hjá mæðrum er um 95 prósent. Þessi tilhögun bitnar á mæðrum sem missa tekjur og safna minni lífeyri á meðan á fæðingarorlofinu stendur. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá Íslandsbanka, sem stóð fyrir fræðslufundi um barneignir og fjármál í dag. Björn segist ekki vita hvers vegna feður taki minna fæðingarorlof og leikur hugur á að vita hvers vegna þessi mikla breyting hafi orðið á tilhöguninni. Hann segir að ástæðan gæti verið vegna hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. „Kannski er það að hafa þau áhrif að það er tekin sú ákvörðun að bara annað foreldrið taki langt orlof og það lendir þá augljóslega þannig að það eru konurnar sem eru að taka á sig að fara í lengra orlof. Þær eru þá að missa tekjur á meðan og að safna mun minni lífeyri á meðan á því stendur,“ segir Björn.Færri börn og síðar á lífsleiðinni Björn segir að fólk hér á landi eignist mun færri börn og seinna á lífsleiðinni en áður. Hann bendir á að þetta gæti orðið þróunin með meiri þátttöku kvenna á vinnumarkaði. „Það getur þá verið fylgifiskur þess að staða kvenna á vinnumarkaði sé sterkari og betri og þróunin sé þar í rétta átt en hún verði þá til þess að hugsanlega sé barneignum frestað og þá að færri börn eru að fæðast. Þetta virðist frekar vera að gerast í löndum þar sem er mikil velmegun.“Hlutfall kvenna og karla sem taka lengra fæðingarolof en 90 daga.ÍslandsbankiErfitt að komast hjá tekjutapi með barneignum Björn segir að það geti sett strik í reikninginn varðandi fjármál heimilisins að eignast barn þrátt fyrir heilmikilli aðstoð frá hinu opinbera. „Fæðingarorlofsgreiðslur hafa auðvitað hækkað, hámarkið hefur hækkað um 20 prósent á undanförnum tveimur árum, það er búið að hækka barnabætur, það er verið að greiða niður vist hjá dagforeldrum og allt mögulegt en samt sem áður er mjög erfitt að komast hjá því að verða fyrir umtalsverðu tekjutapi á meðan farið er í orlof til dæmis. Það eru svo mikil útgjöld sem geta fylgt þessu, það vita það allir sem hafa eignast börn að það er dýrara að kaupa bílstól en maður kannski heldur. Það þarf að gera hitt og þetta og kaupa hitt og þetta og það er erfitt að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálahliðinni þegar þar að kemur og gott að vera búin að undirbúa sig.“Björn Berg fjallaði um börn og fjármál í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stefnir í að fæðingum fækki aftur í ár Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síðasta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. 11. september 2010 06:00 Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Feður taka mun styttra fæðingarorlof heldur en þeir gerðu fyrir aðeins áratugi síðan samkvæmt tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Aðeins 10 prósent karla taka meira en þrjá mánuði í fæðingarorlof á meðan hlutfallið hjá mæðrum er um 95 prósent. Þessi tilhögun bitnar á mæðrum sem missa tekjur og safna minni lífeyri á meðan á fæðingarorlofinu stendur. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá Íslandsbanka, sem stóð fyrir fræðslufundi um barneignir og fjármál í dag. Björn segist ekki vita hvers vegna feður taki minna fæðingarorlof og leikur hugur á að vita hvers vegna þessi mikla breyting hafi orðið á tilhöguninni. Hann segir að ástæðan gæti verið vegna hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. „Kannski er það að hafa þau áhrif að það er tekin sú ákvörðun að bara annað foreldrið taki langt orlof og það lendir þá augljóslega þannig að það eru konurnar sem eru að taka á sig að fara í lengra orlof. Þær eru þá að missa tekjur á meðan og að safna mun minni lífeyri á meðan á því stendur,“ segir Björn.Færri börn og síðar á lífsleiðinni Björn segir að fólk hér á landi eignist mun færri börn og seinna á lífsleiðinni en áður. Hann bendir á að þetta gæti orðið þróunin með meiri þátttöku kvenna á vinnumarkaði. „Það getur þá verið fylgifiskur þess að staða kvenna á vinnumarkaði sé sterkari og betri og þróunin sé þar í rétta átt en hún verði þá til þess að hugsanlega sé barneignum frestað og þá að færri börn eru að fæðast. Þetta virðist frekar vera að gerast í löndum þar sem er mikil velmegun.“Hlutfall kvenna og karla sem taka lengra fæðingarolof en 90 daga.ÍslandsbankiErfitt að komast hjá tekjutapi með barneignum Björn segir að það geti sett strik í reikninginn varðandi fjármál heimilisins að eignast barn þrátt fyrir heilmikilli aðstoð frá hinu opinbera. „Fæðingarorlofsgreiðslur hafa auðvitað hækkað, hámarkið hefur hækkað um 20 prósent á undanförnum tveimur árum, það er búið að hækka barnabætur, það er verið að greiða niður vist hjá dagforeldrum og allt mögulegt en samt sem áður er mjög erfitt að komast hjá því að verða fyrir umtalsverðu tekjutapi á meðan farið er í orlof til dæmis. Það eru svo mikil útgjöld sem geta fylgt þessu, það vita það allir sem hafa eignast börn að það er dýrara að kaupa bílstól en maður kannski heldur. Það þarf að gera hitt og þetta og kaupa hitt og þetta og það er erfitt að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálahliðinni þegar þar að kemur og gott að vera búin að undirbúa sig.“Björn Berg fjallaði um börn og fjármál í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stefnir í að fæðingum fækki aftur í ár Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síðasta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. 11. september 2010 06:00 Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Stefnir í að fæðingum fækki aftur í ár Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síðasta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. 11. september 2010 06:00
Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent