Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 18:49 Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30