Vitni lýsir hrottalegri árás á unga konu við Háaleitisbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 15:52 Árásin var gerð við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar, þ.e. innan svæðisins sem afmarkað er af rauðum hring á myndinni. Vísir Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun. Tvær ungar konur urðu fyrir árás mannsins en aðeins var minnst á eina í fyrstu tilkynningu lögreglu um málið. Vitni sem kom að árásinni lýsir henni sem „hrottalegri“. Lögregla sendi út tilkynningu um málið á þriðja tímanum í dag. Þar segir að maður í annarlegu ástandi sé grunaður um að hafa sparkað í bifreið og í framhaldinu gengið í skrokk á ökumanninum, ungri konu sem flutt var á slysadeild til skoðunar.Áður komið við sögu lögreglu Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var gangandi vegfarandi á svæðinu, hafi verið handtekinn klukkan eitt og færður í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður á morgun sökum „mjög annarlegs ástands“. Búið er að taka skýrslu af nokkrum vitnum að árásinni. Að sögn Guðmundar hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Guðmundur segir manninn hafa ráðist á ökumann bílsins og unga konu á svipuðu reki, að því er virðist að tilefnislausu. Konurnar eru báðar um átján ára en þær slösuðust ekki alvarlega í árásinni. „Þær eru náttúrulega í sjokki. Þetta eru ungar stelpur, önnur nýorðin átján,“ segir Guðmundur. Henti konunni inn í runna og stappaði á henni Snorri Barón Jónsson framkvæmdastjóri lýsir því á Facebook í dag að hann hafi orðið vitni að árásinni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt vini sínum í hádeginu í dag. Hann lýsir árásinni sem „hrottalegri“. „Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana,“ skrifar Snorri. Þá segir hann manninn hafa „hjólað í“ konuna þegar hún steig út úr bílnum og hafið barsmíðar. „Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Snorri segir stúlkuna hafa verið í miklu áfalli en lögregla og sjúkrabíll hafi fljótlega komið á vettvang. Snorri vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af honum í dag en færsluna má sjá hér að neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun. Tvær ungar konur urðu fyrir árás mannsins en aðeins var minnst á eina í fyrstu tilkynningu lögreglu um málið. Vitni sem kom að árásinni lýsir henni sem „hrottalegri“. Lögregla sendi út tilkynningu um málið á þriðja tímanum í dag. Þar segir að maður í annarlegu ástandi sé grunaður um að hafa sparkað í bifreið og í framhaldinu gengið í skrokk á ökumanninum, ungri konu sem flutt var á slysadeild til skoðunar.Áður komið við sögu lögreglu Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var gangandi vegfarandi á svæðinu, hafi verið handtekinn klukkan eitt og færður í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður á morgun sökum „mjög annarlegs ástands“. Búið er að taka skýrslu af nokkrum vitnum að árásinni. Að sögn Guðmundar hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Guðmundur segir manninn hafa ráðist á ökumann bílsins og unga konu á svipuðu reki, að því er virðist að tilefnislausu. Konurnar eru báðar um átján ára en þær slösuðust ekki alvarlega í árásinni. „Þær eru náttúrulega í sjokki. Þetta eru ungar stelpur, önnur nýorðin átján,“ segir Guðmundur. Henti konunni inn í runna og stappaði á henni Snorri Barón Jónsson framkvæmdastjóri lýsir því á Facebook í dag að hann hafi orðið vitni að árásinni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt vini sínum í hádeginu í dag. Hann lýsir árásinni sem „hrottalegri“. „Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana,“ skrifar Snorri. Þá segir hann manninn hafa „hjólað í“ konuna þegar hún steig út úr bílnum og hafið barsmíðar. „Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Snorri segir stúlkuna hafa verið í miklu áfalli en lögregla og sjúkrabíll hafi fljótlega komið á vettvang. Snorri vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af honum í dag en færsluna má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44