Messi búinn að jafna sig eftir HM og gefur aftur kost á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 08:30 Lionel Messi umkringdur íslenskum landsliðsmönnum í leik á móti Íslandi á HM í Rússlandi 2018. Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason reyna hér að stoppa hann. Getty/The Asahi Shimbun Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira