Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 20:30 Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim. Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim.
Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira