Kaldir eldar Þorvaldur Gylfason skrifar 7. mars 2019 07:00 Reykjavík – Hvert skyldi mega rekja upphaf spillingar í stjórnmálum og viðskiptum á Íslandi? – spillingar sem varla getur dulizt nokkrum manni lengur og er nú fastur liður í helztu heimildum um spillingu á heimsvísu svo sem Gallup og Transparency International. Það er segin saga að spilling og vantraust eru nánast eins og tvær hliðar á sömu mynt. Gallup greindi nýlega frá því að næstum fimm af hverjum sex Íslendingum vantreysta Alþingi og fjórir af hverjum fimm vantreysta viðskiptabönkunum. Nærtæk skýring á megnu vantrausti í garð Alþingis er spilling stjórnmálanna og margar birtingarmyndir hennar. Spilling grefur undan trausti.Einkavæðingin? Kvótakerfið? Menn leita mislangt aftur í tímann að upphafinu. Sumir kunna að telja ófögnuðinn hafa byrjað með einkavæðingu bankanna 1998-2003 sem var svo illa og óheiðarlega ef ekki beinlínis glæpsamlega útfærð að hún leiddi lóðbeint til hruns fjármálakerfisins fáeinum árum síðar með hörmulegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks innan lands og utan. Alþingi samþykkti en lét þó hjá líða að rannsaka hvort lög voru brotin við einkavæðingu bankanna. Flestir hljóta samt að geta fallizt á að einkavæðing bankanna var ekki bara uppspretta nýrrar spillingar heldur einnig af leiðing eldri spillingar sem hafði brotizt upp á yfirborðið 15-20 árum fyrr. Það var þegar Alþingi ákvað gegn ítrekuðum aðvörunum að af henda útvegsmönnum ókeypis aðgang að fiskinum í sjónum sem hefur þó í bráðum 30 ár átt að heita sameign þjóðarinnar skv. lögum. Alþingi hóf þá til f lugs nýja stétt auðmanna sem hafa leikið á þingið eins og falska fiðlu æ síðan. Þetta ráðslag Alþingis hefur haft alvarlegar af leiðingar. Innviðir samfélagsins – heilbrigðisþjónustan, velferðarkerfið o.f l. – hafa sumir veikzt, sumir segja morknað, meðan hin nýja stétt auðmanna hefur rakað saman annarra fé í eigin þágu.Höftin? Hermangið? Enn aðrir telja ófögnuðinn hafa risið löngu fyrr, sumir nefna höftin 1927- 1960, aðrir stríðið 1939-1945. Ísland var eitt fátækasta land Vestur-Evrópu þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út og eitt ríkasta landið í stríðslok. Svo var fyrir að þakka hernámi Breta 1940 og Bandaríkjamanna 1941 og þeim uppgripum sem fylgdu hernáminu. Bandaríkjamenn ílentust hér eftir stríð í krafti Kef lavíkursamningsins sem þeir gerðu við íslenzk stjórnvöld 1946 til að leysa af hólmi herverndarsamninginn frá 1941 eins og Valur Ingimundarson prófessor lýsir vel í bók sinni Í eldlínu Kalda stríðsins 1996. Herverndin skilaði Íslendingum ekki bara miklum tekjum heldur gagngerum umskiptum í efnahagslífinu, nýrri verkmenningu o.m.f l. Gjaldeyristekjur af hernum námu 15%-20% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar 1953-1955. Séu öll árin sem herinn var hér skoðuð í heild, 1940-2006, lætur nærri að gjaldeyristekjurnar af hernum hafi numið um 2% af landsframleiðslu á ári að jafnaði. Hermangið leiddi af sér spillingu og efnahagsbrot. Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir því undir rós í sjálfsævisögu sinni Margir vildu hann feigan (1990) hvernig reynt var að múta honum til að fella niður rannsókn á olíumálinu sem lyktaði m.a. með sektardómi Hæstaréttar yfir einum helzta virðingarmanni landsins. Kristján sagði mér í einkasamtali að hann þakkaði Bjarna Benediktssyni, þá dómsmálaráðherra, síðar forsætisráðherra, fyrir að hafa tryggt sér og félögum sínum skjól til að ljúka rannsókninni. Þetta er ekki allt. Stjórnvöld kreistu lánsfé á góðum kjörum auk beinna styrkja út úr Bandaríkjastjórn og öðrum bandamönnum í tengslum við eða skiptum fyrir veru hersins hér með lítt dulbúnum hótunum um að snúa sér ella til Rússa eins og Valur Ingimundarson rekur í bók sinni. Þennan sama leik léku Færeyingar gagnvart Dönum fram að hruni Færeyja 1989 eins og Eðvarð T. Jónsson lýsir í bók sinni Hlutskipti Færeyja (1994). Í þessu ljósi þarf að skoða áhuga ríkisstjórnar Íslands eftir hrun á að af la „nýrra vina“. Frændum okkar og vinum á Norðurlöndum sem ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fjármögnuðu rústabjörgunina hér heima þegar til kastanna kom brá í brún þegar þeir stóðu frammi fyrir hótunum stjórnvalda strax eftir hrun um að leita ásjár hjá Rússum, og einnig Kínverjum eins og síðar kom í ljós. Seðlabankinn sendi menn til Moskvu til að semja við Kremlverja. Bankinn á enn eftir að gera grein fyrir þeirri för og lyktum hennar líkt og ýmsu öðru. Við getum farið enn lengra aftur í tímann til að grafast fyrir um rætur spillingarinnar. Bankahneyksli, sum með stjórnmálaívafi, hafa gosið upp annað veifið allar götur frá fyrstu árum heimastjórnar. Spillingin er þó ekki nema öðrum þræði afsprengi einstakra atburða sögunnar heldur vefur, spillingarvefur. Meira næst, frá Panama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hvert skyldi mega rekja upphaf spillingar í stjórnmálum og viðskiptum á Íslandi? – spillingar sem varla getur dulizt nokkrum manni lengur og er nú fastur liður í helztu heimildum um spillingu á heimsvísu svo sem Gallup og Transparency International. Það er segin saga að spilling og vantraust eru nánast eins og tvær hliðar á sömu mynt. Gallup greindi nýlega frá því að næstum fimm af hverjum sex Íslendingum vantreysta Alþingi og fjórir af hverjum fimm vantreysta viðskiptabönkunum. Nærtæk skýring á megnu vantrausti í garð Alþingis er spilling stjórnmálanna og margar birtingarmyndir hennar. Spilling grefur undan trausti.Einkavæðingin? Kvótakerfið? Menn leita mislangt aftur í tímann að upphafinu. Sumir kunna að telja ófögnuðinn hafa byrjað með einkavæðingu bankanna 1998-2003 sem var svo illa og óheiðarlega ef ekki beinlínis glæpsamlega útfærð að hún leiddi lóðbeint til hruns fjármálakerfisins fáeinum árum síðar með hörmulegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks innan lands og utan. Alþingi samþykkti en lét þó hjá líða að rannsaka hvort lög voru brotin við einkavæðingu bankanna. Flestir hljóta samt að geta fallizt á að einkavæðing bankanna var ekki bara uppspretta nýrrar spillingar heldur einnig af leiðing eldri spillingar sem hafði brotizt upp á yfirborðið 15-20 árum fyrr. Það var þegar Alþingi ákvað gegn ítrekuðum aðvörunum að af henda útvegsmönnum ókeypis aðgang að fiskinum í sjónum sem hefur þó í bráðum 30 ár átt að heita sameign þjóðarinnar skv. lögum. Alþingi hóf þá til f lugs nýja stétt auðmanna sem hafa leikið á þingið eins og falska fiðlu æ síðan. Þetta ráðslag Alþingis hefur haft alvarlegar af leiðingar. Innviðir samfélagsins – heilbrigðisþjónustan, velferðarkerfið o.f l. – hafa sumir veikzt, sumir segja morknað, meðan hin nýja stétt auðmanna hefur rakað saman annarra fé í eigin þágu.Höftin? Hermangið? Enn aðrir telja ófögnuðinn hafa risið löngu fyrr, sumir nefna höftin 1927- 1960, aðrir stríðið 1939-1945. Ísland var eitt fátækasta land Vestur-Evrópu þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út og eitt ríkasta landið í stríðslok. Svo var fyrir að þakka hernámi Breta 1940 og Bandaríkjamanna 1941 og þeim uppgripum sem fylgdu hernáminu. Bandaríkjamenn ílentust hér eftir stríð í krafti Kef lavíkursamningsins sem þeir gerðu við íslenzk stjórnvöld 1946 til að leysa af hólmi herverndarsamninginn frá 1941 eins og Valur Ingimundarson prófessor lýsir vel í bók sinni Í eldlínu Kalda stríðsins 1996. Herverndin skilaði Íslendingum ekki bara miklum tekjum heldur gagngerum umskiptum í efnahagslífinu, nýrri verkmenningu o.m.f l. Gjaldeyristekjur af hernum námu 15%-20% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar 1953-1955. Séu öll árin sem herinn var hér skoðuð í heild, 1940-2006, lætur nærri að gjaldeyristekjurnar af hernum hafi numið um 2% af landsframleiðslu á ári að jafnaði. Hermangið leiddi af sér spillingu og efnahagsbrot. Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir því undir rós í sjálfsævisögu sinni Margir vildu hann feigan (1990) hvernig reynt var að múta honum til að fella niður rannsókn á olíumálinu sem lyktaði m.a. með sektardómi Hæstaréttar yfir einum helzta virðingarmanni landsins. Kristján sagði mér í einkasamtali að hann þakkaði Bjarna Benediktssyni, þá dómsmálaráðherra, síðar forsætisráðherra, fyrir að hafa tryggt sér og félögum sínum skjól til að ljúka rannsókninni. Þetta er ekki allt. Stjórnvöld kreistu lánsfé á góðum kjörum auk beinna styrkja út úr Bandaríkjastjórn og öðrum bandamönnum í tengslum við eða skiptum fyrir veru hersins hér með lítt dulbúnum hótunum um að snúa sér ella til Rússa eins og Valur Ingimundarson rekur í bók sinni. Þennan sama leik léku Færeyingar gagnvart Dönum fram að hruni Færeyja 1989 eins og Eðvarð T. Jónsson lýsir í bók sinni Hlutskipti Færeyja (1994). Í þessu ljósi þarf að skoða áhuga ríkisstjórnar Íslands eftir hrun á að af la „nýrra vina“. Frændum okkar og vinum á Norðurlöndum sem ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fjármögnuðu rústabjörgunina hér heima þegar til kastanna kom brá í brún þegar þeir stóðu frammi fyrir hótunum stjórnvalda strax eftir hrun um að leita ásjár hjá Rússum, og einnig Kínverjum eins og síðar kom í ljós. Seðlabankinn sendi menn til Moskvu til að semja við Kremlverja. Bankinn á enn eftir að gera grein fyrir þeirri för og lyktum hennar líkt og ýmsu öðru. Við getum farið enn lengra aftur í tímann til að grafast fyrir um rætur spillingarinnar. Bankahneyksli, sum með stjórnmálaívafi, hafa gosið upp annað veifið allar götur frá fyrstu árum heimastjórnar. Spillingin er þó ekki nema öðrum þræði afsprengi einstakra atburða sögunnar heldur vefur, spillingarvefur. Meira næst, frá Panama.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun