Kona á réttum stað Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. mars 2019 07:00 Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hagsmunum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráðherrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt um þeirra eigin flokksmenn að ræða. Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina. Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menningarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissulega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hugmyndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga. Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögulegum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmálaráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl. Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða. Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í menntamálum til að fjölga kennurum og styðja við hið mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin: „Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu. Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi hún vera þar sem lengst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hagsmunum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráðherrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt um þeirra eigin flokksmenn að ræða. Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina. Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menningarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissulega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hugmyndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga. Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögulegum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmálaráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl. Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða. Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í menntamálum til að fjölga kennurum og styðja við hið mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin: „Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu. Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi hún vera þar sem lengst.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun