Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:06 Tvö börn, ellefu og átján mánaða, hafa greinst með mislinga hér á landi síðustu daga. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur.Ekki við neinn að sakast Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að foreldrar barnsins hafi brugðist hárrétt við miðað við upplýsingar sem þeir fengu þegar fyrst var kannað hvort barnið væri smitað.Þórdís Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.Skjáskot/Stöð 2„Það er búið að fara yfir þetta mál, og Ásgeir [Haraldsson] til dæmis, sem er prófessor í barnalækningum, hann sagði að foreldrar hefðu gert nákvæmlega það sem þeim hefði verið uppálagt að gera. Það var ekki betur vitað en að barnið væri ekki með mislingasmit eftir að það var búið að rannsaka það, þannig að það var ekki við neinn að sakast í því máli,“ segir Þórdís. Þess vegna hafi foreldrarnir metið það svo að óhætt væri að koma með barnið á leikskólann. „En eðlilega þarf þá að fara í gegnum einhverja ferla með það að það hafi ekki verið gefið út að barnið væri ekki með mislinga. En þau fengu það staðfest að barnið væri ekki með mislinga.“Fleiri smit ekki staðfest á landinu það sem af er degi Þórdís segir barnið á batavegi og jafni sig nú heima hjá sér. Þá hafa ekki komið upp fleiri mislingasmit á leikskólanum. „Nei, ekki sem við vitum um.“ Komið hefur fram að smitberinn var farþegi í vél Icelandair sem kom til landsins þann fjórtánda febrúar síðastliðinn og fór áfram til Egilsstaða daginn eftir. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins gær en þar kemur fram að smitberar hafi farið víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Starfsmenn vinna nú að því að finna þá sem helst má reikna með að gætu hafa smitast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesti við fréttastofu fyrir hádegi að það sem af er degi hefðu ekki verið staðfest fleiri mislingasmit en fyrrnefnd fjögur tilfelli. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Hörundsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur.Ekki við neinn að sakast Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að foreldrar barnsins hafi brugðist hárrétt við miðað við upplýsingar sem þeir fengu þegar fyrst var kannað hvort barnið væri smitað.Þórdís Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.Skjáskot/Stöð 2„Það er búið að fara yfir þetta mál, og Ásgeir [Haraldsson] til dæmis, sem er prófessor í barnalækningum, hann sagði að foreldrar hefðu gert nákvæmlega það sem þeim hefði verið uppálagt að gera. Það var ekki betur vitað en að barnið væri ekki með mislingasmit eftir að það var búið að rannsaka það, þannig að það var ekki við neinn að sakast í því máli,“ segir Þórdís. Þess vegna hafi foreldrarnir metið það svo að óhætt væri að koma með barnið á leikskólann. „En eðlilega þarf þá að fara í gegnum einhverja ferla með það að það hafi ekki verið gefið út að barnið væri ekki með mislinga. En þau fengu það staðfest að barnið væri ekki með mislinga.“Fleiri smit ekki staðfest á landinu það sem af er degi Þórdís segir barnið á batavegi og jafni sig nú heima hjá sér. Þá hafa ekki komið upp fleiri mislingasmit á leikskólanum. „Nei, ekki sem við vitum um.“ Komið hefur fram að smitberinn var farþegi í vél Icelandair sem kom til landsins þann fjórtánda febrúar síðastliðinn og fór áfram til Egilsstaða daginn eftir. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna málsins gær en þar kemur fram að smitberar hafi farið víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Starfsmenn vinna nú að því að finna þá sem helst má reikna með að gætu hafa smitast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesti við fréttastofu fyrir hádegi að það sem af er degi hefðu ekki verið staðfest fleiri mislingasmit en fyrrnefnd fjögur tilfelli.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Hörundsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Hörundsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent