Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 11:56 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/Vilhelm Rúmlega þriðjungsfækkun varð á farþegum sem Wow air flutti til og frá landsins í febrúar borið saman við sama mánuð í fyrra. Framboð á sætum dróst saman um meira en fjórðung en sætanýting minnkað lítillega. Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að félagið hafi flutt 139.000 farþega í febrúar. Það var 34% færri en í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin var 84%, borið saman við 88% árið áður. Framboð á sætum dróst saman um 28%. Hlutfall farþega í tengiflugi var svo gott sem óbreytt á milli ára. Það var 39% í febrúar en 40% árið áður. Í yfirlýsingu sem er höfð eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, lýsir hann ánægju með að stundvísi félagsins hafi batnað verulega á milli ára. Rekstrarvandi Wow air hefur verið til stöðugrar umfjöllunar undanfarna mánuði. Félagið sagði upp á fjórða hundrað starfsmanna og fækkaði í flugvélaflota sínum í desember. Undanfarið hafa viðræður staðið yfir um að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners fjárfesti í Wow air. Þær viðræður virðast þó hafa gengið brösuglega. Um mánaðamótin bárust fréttir af því að fyrirtækið hafi ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Rúmlega þriðjungsfækkun varð á farþegum sem Wow air flutti til og frá landsins í febrúar borið saman við sama mánuð í fyrra. Framboð á sætum dróst saman um meira en fjórðung en sætanýting minnkað lítillega. Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að félagið hafi flutt 139.000 farþega í febrúar. Það var 34% færri en í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin var 84%, borið saman við 88% árið áður. Framboð á sætum dróst saman um 28%. Hlutfall farþega í tengiflugi var svo gott sem óbreytt á milli ára. Það var 39% í febrúar en 40% árið áður. Í yfirlýsingu sem er höfð eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, lýsir hann ánægju með að stundvísi félagsins hafi batnað verulega á milli ára. Rekstrarvandi Wow air hefur verið til stöðugrar umfjöllunar undanfarna mánuði. Félagið sagði upp á fjórða hundrað starfsmanna og fækkaði í flugvélaflota sínum í desember. Undanfarið hafa viðræður staðið yfir um að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners fjárfesti í Wow air. Þær viðræður virðast þó hafa gengið brösuglega. Um mánaðamótin bárust fréttir af því að fyrirtækið hafi ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30 Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30
Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30
Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf