Lítil skref Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. mars 2019 07:00 Frumskógarlögmál og verðbólga ríkja á húsnæðismarkaði. Þetta kristallast meðal annars í þeirri staðreynd að húsnæðisverð hefur hækkað um 100 prósent á síðustu átta árum í stærsta sveitarfélagi landsins þar sem flestir búa. Þessi óviðunandi staða er síst til þess fallin að liðka fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í deilum milli aðila vinnumarkaðarins. Krafa verkalýðsfélaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði er engin tilviljun. Forkólfar þessara verkalýðsfélaga hafa látið hafa eftir sér að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Forseti ASÍ lýsti yfir neyðarástandi í þeim efnum á dögunum. Verð á húsnæði hefur óumdeilanlega hækkað umfram launaþróun undanfarin misseri. Erfitt er fyrir ungt fólk að stíga fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Leiguverð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Íbúðalánasjóður metur sem svo að fleiri þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn svo jafnvægi náist. Það er til mikils að vinna að lending náist milli deiluaðila í kjaraviðræðum. Staðan á húsnæðismarkaði og sífellt harðnandi deilur á vinnumarkaði haldast óhjákvæmilega í hendur. Stjórnvöld þurfa að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með einhverjum hætti. Þar er hlutur sveitarfélaganna mestur. Eitt af því sem stjórnmálamenn geta gert strax, nú á viðkvæmum tímum, er að lækka álögur og skatta á fasteignaviðskipti. Slík gjöld hafa áhrif til hækkunar fasteignaverðs, draga úr framboði og rýra hlut kaupenda, seljenda og leigjenda. Tvö lítil skref voru stigin í þá átt í gær. Annars vegar mæltu þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson fyrir afnámi svokallaðs stimpilgjalds, sem er 0,8 prósent gjald af verði fasteignar við kaup. Fyrir 35 milljóna króna íbúð greiðir kaupandinn því stimpilgjald upp á 300 þúsund krónur við kaupin. Þetta gjald vilja þingmennirnir fella niður. Hins vegar lögðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn meðal annars til að svokölluðum byggingarréttargjöldum yrði stillt í hóf. 25 þúsund króna lækkun á því gjaldi á fermetra myndi lækka leigu á 90 fermetra íbúð um eitt hundrað þúsund krónur á ári. Þótt afnám stimpilgjalds skipti ef til vill ekki sköpum fyrir fólk við fasteignakaup og hundrað þúsund krónur á ári sé ekki nægjanleg lækkun fyrir þá verst settu á leigumarkaði eru hugmyndirnar góðar og uppbyggilegar. Það var því miður að meirihlutinn í borgarstjórn skyldi fella tillöguna um byggingarréttargjöld. Mörg lítil skref geta fleytt okkur ansi langt. Það væri óskandi að fleiri hugmyndir af svipuðum toga yrðu bornar á borð af hálfu stjórnmálamanna. Á meðan erum við að minnsta kosti að þokast í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Frumskógarlögmál og verðbólga ríkja á húsnæðismarkaði. Þetta kristallast meðal annars í þeirri staðreynd að húsnæðisverð hefur hækkað um 100 prósent á síðustu átta árum í stærsta sveitarfélagi landsins þar sem flestir búa. Þessi óviðunandi staða er síst til þess fallin að liðka fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í deilum milli aðila vinnumarkaðarins. Krafa verkalýðsfélaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði er engin tilviljun. Forkólfar þessara verkalýðsfélaga hafa látið hafa eftir sér að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Forseti ASÍ lýsti yfir neyðarástandi í þeim efnum á dögunum. Verð á húsnæði hefur óumdeilanlega hækkað umfram launaþróun undanfarin misseri. Erfitt er fyrir ungt fólk að stíga fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Leiguverð hefur hækkað upp úr öllu valdi. Íbúðalánasjóður metur sem svo að fleiri þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn svo jafnvægi náist. Það er til mikils að vinna að lending náist milli deiluaðila í kjaraviðræðum. Staðan á húsnæðismarkaði og sífellt harðnandi deilur á vinnumarkaði haldast óhjákvæmilega í hendur. Stjórnvöld þurfa að bregðast við sjálfsköpuðum vanda með einhverjum hætti. Þar er hlutur sveitarfélaganna mestur. Eitt af því sem stjórnmálamenn geta gert strax, nú á viðkvæmum tímum, er að lækka álögur og skatta á fasteignaviðskipti. Slík gjöld hafa áhrif til hækkunar fasteignaverðs, draga úr framboði og rýra hlut kaupenda, seljenda og leigjenda. Tvö lítil skref voru stigin í þá átt í gær. Annars vegar mæltu þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson fyrir afnámi svokallaðs stimpilgjalds, sem er 0,8 prósent gjald af verði fasteignar við kaup. Fyrir 35 milljóna króna íbúð greiðir kaupandinn því stimpilgjald upp á 300 þúsund krónur við kaupin. Þetta gjald vilja þingmennirnir fella niður. Hins vegar lögðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn meðal annars til að svokölluðum byggingarréttargjöldum yrði stillt í hóf. 25 þúsund króna lækkun á því gjaldi á fermetra myndi lækka leigu á 90 fermetra íbúð um eitt hundrað þúsund krónur á ári. Þótt afnám stimpilgjalds skipti ef til vill ekki sköpum fyrir fólk við fasteignakaup og hundrað þúsund krónur á ári sé ekki nægjanleg lækkun fyrir þá verst settu á leigumarkaði eru hugmyndirnar góðar og uppbyggilegar. Það var því miður að meirihlutinn í borgarstjórn skyldi fella tillöguna um byggingarréttargjöld. Mörg lítil skref geta fleytt okkur ansi langt. Það væri óskandi að fleiri hugmyndir af svipuðum toga yrðu bornar á borð af hálfu stjórnmálamanna. Á meðan erum við að minnsta kosti að þokast í rétta átt.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar