Segir samband Vigdísar við sannleikann einkennast af sveigjanleika og hefur áhyggjur af lýðræðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 21:42 Dóra Björt, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af þróun lýðræðisins á Íslandi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata, segir samband Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, við sannleikann einkennast af sveigjanleika í anda Bandaríkjaforseta. Þetta segir Dóra Björt á Facebook síðu sinni en tilefnið er ræða Vigdísar í borgarstjórn í kvöld þar sem hún lagði fram tillögu um að „fella niður álögð innviðagjöld“ en Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, finnst orðalag tillögunnar vera sniðið að því að skapa hugrenningartengsl á milli innviðagreiðslna og lögbrota. Vigdís segir á fundi borgarstjórnar að hún telji að innviðagjöldin séu ólögleg en Dóra bendir á að lögfræði sé ekki huglægt mat. „Eitt dæmi af óteljandi um það hve sveigjanlegt samband borgarfulltrúinn hefur við sannleikann. Allt er beygt og teygt eftir hentisemi, að Trumpískum sið,“ segir Dóra. Hún spyr þá hvernig heiðvirt fólk eigi að bregðast við. „Það er ekki hlustað á rök. Það er ekki hlustað á staðreyndir. Og þegar við útskýrum hvernig þessi staðhæfing er alröng þá er það eins og að skvetta vatni á gæs. Og svo dreifist svona vitleysa um samfélagið og almenningur fer að trúa þessu. Það er lýðræðislegt vandamál,“ segir Dóra sem bætir við að hún hafi verulegar áhyggjur af lýðræðinu um þessar mundir. Vigdís svaraði Dóru um hæl í ummælakerfi Facebook og sagði Dóru hafa opinberað sjálfa sig með færslunni. „Vel gert Dóra, frú forseti borgarstjórnar – færir tuddalætin inn á facebook – þurfti að ræða ónæðið og geiflurnar og flissið í lok máls míns – nú opinberar þú þig alveg og kærar þakkir fyrir það,“ skrifar Vigdís.Dagur vísar því algjörlega á bug að innviðagreiðslur séu ólöglegar.Dagur vísar því algjörlega á bug að innviðagjöld séu ólögleg. „Ég vísa því alfarið á bug að það að semja um innviðagreiðslur í tengslum við tiltekna uppbyggingu í einkaréttarlegum samningum sé lögbrot. Hvað þá að framkvæmdin hjá Reykjavíkurborg sé lögbrot enda hefur ekkert í máli borgarfulltrúans stutt við það þó hún hafi vissulega reifað blaðagrein þar sem því er haldið fram að af því þetta sé ekki í lögum þá sé þetta ekki lögmætur skattur en það er verið að semja um þetta á einkaréttarlegum grunni nákvæmlega eins og var gert varðandi gatnagerðargjaldið og þess vegna var ég að rifja upp þessa sögu vegna þess að samningar um slíkt eru fullkomlega eðlilegir þegar verið er að brjóta nýtt land, þeir eru líka fullkomlega eðlilegir þegar verið er að endurskipuleggja svæði vegna þess að gatnagerðagjaldaumhverfið miðast við lóðaúthlutanir og ný svæði,“ segir Dagur.Vigdís Hauksdóttir telur að innviðagjöld séu ólögleg. Fréttablaðið/Anton BrinkVigdís tekur svari borgarstjóra óstinnt upp og sakar hann um að réttlæta meint lögbrot með dæmum frá því í gamla daga. „Það er verið að réttlæta hér lögbrot með því að vísa í eitthvað sem gerðist fyrir einhverjum mörgum tugum ára þegar allt annað lagaumhverfi var. Innviðagjöldin eru ólögmæt að mínu mati og margra annarra hér í þessu samfélagi. Það verður ekki leiðrétt með einhverjum öðrum lagasetningum á þinginu. Ef þetta eiga að vera rökin hjá öllum sem búa í Reykjavík og öllum sem búa á Íslandi að ég megi gera ákveðna hluti út af því að það var einhver á síðustu öld sem gerði sambærilega hluti en þó samt með afbrigðum að þá sé í lagi að ég bara brjóti lög. Þetta er alveg í takt við allt sem hefur komið fram hjá borginni eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Það er litið á lögbrot af léttúð,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Miðflokkurinn Píratar Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata, segir samband Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, við sannleikann einkennast af sveigjanleika í anda Bandaríkjaforseta. Þetta segir Dóra Björt á Facebook síðu sinni en tilefnið er ræða Vigdísar í borgarstjórn í kvöld þar sem hún lagði fram tillögu um að „fella niður álögð innviðagjöld“ en Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, finnst orðalag tillögunnar vera sniðið að því að skapa hugrenningartengsl á milli innviðagreiðslna og lögbrota. Vigdís segir á fundi borgarstjórnar að hún telji að innviðagjöldin séu ólögleg en Dóra bendir á að lögfræði sé ekki huglægt mat. „Eitt dæmi af óteljandi um það hve sveigjanlegt samband borgarfulltrúinn hefur við sannleikann. Allt er beygt og teygt eftir hentisemi, að Trumpískum sið,“ segir Dóra. Hún spyr þá hvernig heiðvirt fólk eigi að bregðast við. „Það er ekki hlustað á rök. Það er ekki hlustað á staðreyndir. Og þegar við útskýrum hvernig þessi staðhæfing er alröng þá er það eins og að skvetta vatni á gæs. Og svo dreifist svona vitleysa um samfélagið og almenningur fer að trúa þessu. Það er lýðræðislegt vandamál,“ segir Dóra sem bætir við að hún hafi verulegar áhyggjur af lýðræðinu um þessar mundir. Vigdís svaraði Dóru um hæl í ummælakerfi Facebook og sagði Dóru hafa opinberað sjálfa sig með færslunni. „Vel gert Dóra, frú forseti borgarstjórnar – færir tuddalætin inn á facebook – þurfti að ræða ónæðið og geiflurnar og flissið í lok máls míns – nú opinberar þú þig alveg og kærar þakkir fyrir það,“ skrifar Vigdís.Dagur vísar því algjörlega á bug að innviðagreiðslur séu ólöglegar.Dagur vísar því algjörlega á bug að innviðagjöld séu ólögleg. „Ég vísa því alfarið á bug að það að semja um innviðagreiðslur í tengslum við tiltekna uppbyggingu í einkaréttarlegum samningum sé lögbrot. Hvað þá að framkvæmdin hjá Reykjavíkurborg sé lögbrot enda hefur ekkert í máli borgarfulltrúans stutt við það þó hún hafi vissulega reifað blaðagrein þar sem því er haldið fram að af því þetta sé ekki í lögum þá sé þetta ekki lögmætur skattur en það er verið að semja um þetta á einkaréttarlegum grunni nákvæmlega eins og var gert varðandi gatnagerðargjaldið og þess vegna var ég að rifja upp þessa sögu vegna þess að samningar um slíkt eru fullkomlega eðlilegir þegar verið er að brjóta nýtt land, þeir eru líka fullkomlega eðlilegir þegar verið er að endurskipuleggja svæði vegna þess að gatnagerðagjaldaumhverfið miðast við lóðaúthlutanir og ný svæði,“ segir Dagur.Vigdís Hauksdóttir telur að innviðagjöld séu ólögleg. Fréttablaðið/Anton BrinkVigdís tekur svari borgarstjóra óstinnt upp og sakar hann um að réttlæta meint lögbrot með dæmum frá því í gamla daga. „Það er verið að réttlæta hér lögbrot með því að vísa í eitthvað sem gerðist fyrir einhverjum mörgum tugum ára þegar allt annað lagaumhverfi var. Innviðagjöldin eru ólögmæt að mínu mati og margra annarra hér í þessu samfélagi. Það verður ekki leiðrétt með einhverjum öðrum lagasetningum á þinginu. Ef þetta eiga að vera rökin hjá öllum sem búa í Reykjavík og öllum sem búa á Íslandi að ég megi gera ákveðna hluti út af því að það var einhver á síðustu öld sem gerði sambærilega hluti en þó samt með afbrigðum að þá sé í lagi að ég bara brjóti lög. Þetta er alveg í takt við allt sem hefur komið fram hjá borginni eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Það er litið á lögbrot af léttúð,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Miðflokkurinn Píratar Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira