Gjörspillt umræða um neytendavernd Einar Freyr Elínarson skrifar 5. mars 2019 15:37 Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Landbúnaður Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar