„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:44 „Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“ Jafnréttismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“
Jafnréttismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira