„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:44 „Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“ Jafnréttismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“
Jafnréttismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira