Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2019 15:30 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12
Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52