Eiga allir að grauta í öllu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2019 13:07 Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita. Fáum dettur í hug að láta þessa hópa fara gera eitthvað allt annað en þeir eru menntaðir til. En í skólakerfinu virðist hins vegar vera í lagi að allir séu að grautast í öllu á öllum skólastigum. Þannig mátti túlka það sem mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sagði á opnum fundi með kennurum í nóvember síðastliðnum í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Í kjölfar fundarins bárust Félagi framhaldsskólakennara ályktanir frá kennurum í 13 framhaldskólum landsins, þar sem varað er sterklega við þessum hugmyndum.Skyndilega í samráðsgátt Í nóvember var hugmyndin á byrjunarreit, en nú er hún hins vegar orðin að frumvarpi sem er komið inn í samráðsgátt stjórnvalda, þrátt fyrir formlega tilkynningu um að málinu yrði frestað til hausts. Á að keyra málið í gegn á þessu þingi og af hverju er þessi flýtir? Á sama fundi sagði Lilja að sérhæfing innan skólakerfsins myndi haldast innan framhaldsskólans, þar sem margir kennarar eru með BA eða MA próf í sinni kennslugrein og hafa svo bætt við sig kennsluréttindum. Gott og vel, sérhæfing er góð, glutrum henni ekki niður. Af framsögu Lilju mátti líka skilja að frumvarpið væri tilkomið að stærstum hluta vegna þess að hún hefur áhyggjur af stöðu grunnskólanna, þar sem hún sagði að væri fyrirsjáanlegur kennaraskortur. En starfsumhverfi framhaldsskóla væri gott um þessar mundir. Vel má vera að það hafi batnað og þar eiga launahækkanir fyrst og fremst stærstan hlut.Grunnskólavandamál? En fyrst kennaravandinn er svona brýnn í grunn- og leikskóla, hvers vegna þá ekki að grípa til sérstakra aðgerða, eins og betri launa og starfsskilyrða, sem beinast fyrst og fremst að þessum skólastigum? Það væri miklu eðlilegra skref til að glíma við vanda skólakerfisins, frekar en að keyra í gegn ný lög um eitt leyfisbréf sem engin þörf á. Fyrir allar stéttir skipta almenn kjör mestu máli, að vinnan sé metin að verðleikum, að fóllki finnist það vera að gera gagn og að það njóti virðingar fyrir störf sín. Væri ekki nær að vinna að því?Leyfisbréf engin töfralausn Eitt leyfisbréf á línuna er ekki sú töfralausn sem við þurfum til að leysa vandamál menntakerfsins. Lausnin felst í að bæta almenn launakjör grunn- og leikskólakennara, þannig að þeir verði ánægðari með kjör sín og þar með ánægðari í sínu starfi. Og að ungt fólk sjái sér hag í og vilji leggja kennarastarfið fyrir sig, því það er bæði lifandi og skemmtilegt. Þá verður enginn kennaraskortur. Brýnna er að huga að menntun kennara, vettvangsnámi þeirra og nýliðun í stéttinni til þess að bæta menntakerfið á Íslandi. Það er gott eins og er, en getur að sjálfsögðu orðið enn betra. Og að því skulum við stefna.Höfundur er framhaldsskólakennari og formaður kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun