Viljum gera betur í sókninni Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. mars 2019 09:30 Elín Metta Jensen skoraði tvö á móti Skotum. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því skoska í Algarve í dag. Þetta er annar leikur liðanna á stuttum tíma og annar leikur landsliðsins á Algarve-mótinu þetta árið. Með sigri getur Ísland unnið riðilinn eftir 1-0 sigur Kanada á Skotlandi á dögunum og markalaust jafntefli Íslands og Kanada í síðustu viku en til þess þarf Ísland að skora meira en eitt mark ásamt því að vinna leikinn. Vinni íslenska liðið riðilinn munu Stelpurnar okkar leika upp á verðlaun á mótinu en það kemur í ljós á morgun hvort það verður fyrir þriðja eða fyrsta sætið. Íslenska liðið hefur einu sinni leikið til úrslita á mótinu, þegar það varð að lúta í gras fyrir bandaríska liðinu árið 2011, en tvívegis unnið leikinn um bronsverðlaunin, árin 2014 og 2016. Þetta verður tólfta viðureign Íslands og Skotlands sem mættust síðast þann 21. janúar og til þessa hefur Ísland unnið sex leiki, Skotar þrjá og tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli. Elín Metta Jensen skoraði tvívegis í síðasta leik liðanna á Spáni fyrir mánuði í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 123. leik á morgun og er því aðeins tíu leikjum frá því að jafna leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu. Í leiknum gegn Kanada varð Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir áttunda konan sem nær hundrað leikjum fyrir kvennalandsliðið.Fyrirliðinn á von á erfiðum leik.vísir/getty„Það var frábært að fá Hallberu í hundrað leikja hópinn, það eru margar góðar þar og fleiri sem eru að nálgast hópinn. Mér fannst ég vera orðin gömul þegar ég kom hingað í ellefta skiptið en ég er bara 28 ára,“ sagði Sara létt í lundu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Íslenska liðið fékk takmarkaðan undirbúningstíma fyrir leikinn gegn Kanada aðeins 36 tímum eftir að komuna til Algarve en þær hafa nú náð að æfa saman í tæpa viku. „Við fengum stuttan undirbúningstíma fyrir leikinn gegn Kanada, bæði til endurhæfingar frá leikjum með félagsliðinu en náðum samt góðum úrslitum. Við vorum að mæta einu af sterkustu liðum heims og náðum að halda hreinu sem var jákvætt.“ Ákveðið var að breyta fyrirkomulaginu á mótinu og eru þrjú lið í hverjum riðli í stað fjögurra. Fyrir vikið fá liðin lengri tíma til æfinga og spila færri leiki. „Æfingar hafa gengið vel, við fengum góða pásu eftir leikinn gegn Kanada vegna breytts fyrirkomulags á Algarve-mótinu sem mér finnst henta leikmönnum betur. Við gátum unnið í ýmislegu, við vitum að við getum gert betur í sóknarleiknum í að halda boltanum þegar við erum að mæta sterkustu liðum heims,“ sagði Sara og hélt áfram: „Við leggjum áherslu á að spila betri sóknarleik í dag gegn Skotum. Það er stutt síðan við mættum þeim og þær hafa bætt sig mikið síðustu ár. Þær mæta fullar sjálfstrausts til leiks enda á leiðinni á HM í sumar en við spilum yfirleitt vel gegn Skotum,“ sagði Sara sem sagði það spennandi viðbót að sæti í úrslitum gæti beðið Íslands. „Það er ekki einungis í okkar höndum hvort við leikum til úrslita en það yrði skemmtilegt að spila í úrslitaleiknum gegn Noregi.“ Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því skoska í Algarve í dag. Þetta er annar leikur liðanna á stuttum tíma og annar leikur landsliðsins á Algarve-mótinu þetta árið. Með sigri getur Ísland unnið riðilinn eftir 1-0 sigur Kanada á Skotlandi á dögunum og markalaust jafntefli Íslands og Kanada í síðustu viku en til þess þarf Ísland að skora meira en eitt mark ásamt því að vinna leikinn. Vinni íslenska liðið riðilinn munu Stelpurnar okkar leika upp á verðlaun á mótinu en það kemur í ljós á morgun hvort það verður fyrir þriðja eða fyrsta sætið. Íslenska liðið hefur einu sinni leikið til úrslita á mótinu, þegar það varð að lúta í gras fyrir bandaríska liðinu árið 2011, en tvívegis unnið leikinn um bronsverðlaunin, árin 2014 og 2016. Þetta verður tólfta viðureign Íslands og Skotlands sem mættust síðast þann 21. janúar og til þessa hefur Ísland unnið sex leiki, Skotar þrjá og tveimur leikjum hefur lokið með jafntefli. Elín Metta Jensen skoraði tvívegis í síðasta leik liðanna á Spáni fyrir mánuði í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 123. leik á morgun og er því aðeins tíu leikjum frá því að jafna leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu. Í leiknum gegn Kanada varð Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir áttunda konan sem nær hundrað leikjum fyrir kvennalandsliðið.Fyrirliðinn á von á erfiðum leik.vísir/getty„Það var frábært að fá Hallberu í hundrað leikja hópinn, það eru margar góðar þar og fleiri sem eru að nálgast hópinn. Mér fannst ég vera orðin gömul þegar ég kom hingað í ellefta skiptið en ég er bara 28 ára,“ sagði Sara létt í lundu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Íslenska liðið fékk takmarkaðan undirbúningstíma fyrir leikinn gegn Kanada aðeins 36 tímum eftir að komuna til Algarve en þær hafa nú náð að æfa saman í tæpa viku. „Við fengum stuttan undirbúningstíma fyrir leikinn gegn Kanada, bæði til endurhæfingar frá leikjum með félagsliðinu en náðum samt góðum úrslitum. Við vorum að mæta einu af sterkustu liðum heims og náðum að halda hreinu sem var jákvætt.“ Ákveðið var að breyta fyrirkomulaginu á mótinu og eru þrjú lið í hverjum riðli í stað fjögurra. Fyrir vikið fá liðin lengri tíma til æfinga og spila færri leiki. „Æfingar hafa gengið vel, við fengum góða pásu eftir leikinn gegn Kanada vegna breytts fyrirkomulags á Algarve-mótinu sem mér finnst henta leikmönnum betur. Við gátum unnið í ýmislegu, við vitum að við getum gert betur í sóknarleiknum í að halda boltanum þegar við erum að mæta sterkustu liðum heims,“ sagði Sara og hélt áfram: „Við leggjum áherslu á að spila betri sóknarleik í dag gegn Skotum. Það er stutt síðan við mættum þeim og þær hafa bætt sig mikið síðustu ár. Þær mæta fullar sjálfstrausts til leiks enda á leiðinni á HM í sumar en við spilum yfirleitt vel gegn Skotum,“ sagði Sara sem sagði það spennandi viðbót að sæti í úrslitum gæti beðið Íslands. „Það er ekki einungis í okkar höndum hvort við leikum til úrslita en það yrði skemmtilegt að spila í úrslitaleiknum gegn Noregi.“
Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira