Eiginmaður Shamimu Begum vill setjast að með henni í Hollandi Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 16:52 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir. Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Eiginmaður Shamimu Begum, táningsins sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS og hefur verið í fréttum undanfarið vegna tilrauna hennar til að snúa til baka, hefur lýst því yfir að hann vilji að hjónin fari ásamt syni sínum til Hollands og setjist þar að. Eiginmaður Begum, hinn 27 ára gamli Yago Riedijk greindi frá þeim draumum sínum í samtali við BBC en hann situr nú í kúrdísku fangelsi í norðurhluta Sýrlands. Riedijk sagði í sama viðtali hafa hafnað íslamska ríkinu og sagðist hafa þurft að þola pyntingar vegna gruns um að hann væri hollenskur njósnari. Riedijk og Begum eru talin hafa flúið borgina Baghuz sem var eitt síðasta vígi ISIS í austurhluta Sýrlands.Giftist Shamimu Begum þegar hún var fimmtán ára Riedijk giftist Begum nokkrum dögum eftir að hún kom til Sýrlands, þá var hún 15 ára gömul en Riedijk 23. Riedijk var boðið að giftast henni en spurður að því hvort honum fyndist það eðilegt að giftast 15 ára gamalli stúlku sagðist hann í fyrstu viljað hafna tilboðinu sökum aldurs hennar en eftir samtal við hana snerist honum hugur. Begum og Riedijk hafa eignast þrjú börn en tvö þeirra eru látin. Þriðja barnið, fæddist í síðasta mánuði en Begum hefur óskað eftir því að fá að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands, með barnið. Því hefur hinsvegar verið hafnað af stjórnvöldum og hefur innanríkisráðherrann Sajid Javid meðal annars hótað að svipta hana ríkisborgararétti. Begum hefur engan annan ríkisborgararétt og því væri slíkt óheimilt samkvæmt lögum Sameinuðu Þjóðanna.Á yfir höfði sér fangelsi snúi hann aftur til HollandsSamkvæmt Guardian hefur utanríkisráðuneyti Hollands lýst því yfir að ríkið veiti hollendingum sem barist hafa fyrir íslamska ríkið, enga aðstoð vilji þeir snúa heim að nýju. Komi til þess að hollenskur fyrrum vígamaður ISIS komi og leiti sér aðstoðar í sendiráði Hollands verði hann fluttur til landsins og sóttur til saka. Yago Riedijk sem hélt til Sýrlands frá borginni Arnhem hefur játað að hafa barist fyrir ISIS og ætti því von á sex ára fangelsisdómi snúi hann aftur til Hollands. Riedijk og Begum dvelja ekki á sama stað en eins og áður sagði er Riedijk í kúrdísku fangelsi en talið er að Begum hafi nýlega yfirgefið al-Hawl flóttamannabúðirnar eftir að henni voru sendar líflátshótanir.
Bretland Holland Sýrland Tengdar fréttir ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29
Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands. 18. febrúar 2019 14:00